Tónlistarmönnum og öðrum listamönnum verða tryggðar bætur Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2020 19:20 Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira