Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2020 20:00 Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. VÍSIR/VILHELM Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira