Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2020 11:54 Eftir gríðarlega fjölgun farþega á undanförnum tíu árum gera áætlanir Icelandair fyrir næsta sumar ráð fyrir að einungis verði flogin um helmingur þess flugs sem flogið var sumarið 2015. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstri félagsins vegna kórónuveirufaraldursins dragist ekki á langinn. Félagið reikni með að byggja leiðarkerfið hægt upp frá næsta vori og næsta sumar verði ekki flogið nema tæplega helmingur þess sem gert var árið 2015. Hluthafafundur Icelandair Group gaf stjórn félagsins heimild í gær til að auka hlutafé Icelandair um allt að 23 milljarða og áskrift til hluthafa um allt að 5,7 milljarða á næstu tveimur árum að auki. Hlutafjárútboðið hefst á fimmtudag í næstu viku og lýkur í lok viðskipta á föstudag. Hluthafafundur Icelandair á hótel Nordica í gær samþykkti einróma að veita stjórn félagsins heimild til að afla allt að 23 milljarða í auknu hlutafé og allt að 5,7 milljarða að auki í áskrift til hluthafa á næstu tveimur árum.Vísir/Sigurjón Eitt af skilyrðum Alþingis fyrir ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair er að félagið greiði ekki út arð á meðan ábyrgðirnar eru í gildi og lán sem hugsanlega verði tekin út á þær eru ógreidd. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir slík lán vera til þrautavara. „Við gerum ráð fyrir því í þessari grunnsviðsmynd sem við vorum að fara yfir hér áðan að við munum ekki draga á lánalínur sem ríkissjóður er að ábyrgjast. Erum að gera ráð fyrir að vera komin á svipaðan stað í framleiðslunni 2024 og við vorum á árunum 2018 og 2019 og að félagið verði farið að skila hagnaði árið 2022,“ segir forstjórinn. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstrinum vegna kórónufaraldursins dragist ekki á langinn.Vísir/Sigurjón Félagið gæti því hugsanlega farið að greiða út arð eftir fjögur ár eða 2024. Reiknað sé með hægum bata í rekstrinum frá vormánuðum næsta árs. „Við erum ekki að gera ráð fyrir að næsta sumar verði stórt í okkar rekstri. Gerum ráð fyrir að fljúga tæplega helminginn af því sem við gerðum árið 2015 næsta sumar. Þannig að við byrjum á að byggja leiðarkerfið aftur upp næsta vor hægt og rólega. En það er mikilvægt að þessi óvissa dragist ekki mjög á langinn og eftirspurn fari að taka við sér.“ Og að Bandaríkin opni? „Að Bandaríkin opni. Það er mikilvægt fyrir okkar tengimódel sem er mikilvægur þáttur í okkar viðskiptalíkani,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. 9. september 2020 07:49 Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstri félagsins vegna kórónuveirufaraldursins dragist ekki á langinn. Félagið reikni með að byggja leiðarkerfið hægt upp frá næsta vori og næsta sumar verði ekki flogið nema tæplega helmingur þess sem gert var árið 2015. Hluthafafundur Icelandair Group gaf stjórn félagsins heimild í gær til að auka hlutafé Icelandair um allt að 23 milljarða og áskrift til hluthafa um allt að 5,7 milljarða á næstu tveimur árum að auki. Hlutafjárútboðið hefst á fimmtudag í næstu viku og lýkur í lok viðskipta á föstudag. Hluthafafundur Icelandair á hótel Nordica í gær samþykkti einróma að veita stjórn félagsins heimild til að afla allt að 23 milljarða í auknu hlutafé og allt að 5,7 milljarða að auki í áskrift til hluthafa á næstu tveimur árum.Vísir/Sigurjón Eitt af skilyrðum Alþingis fyrir ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair er að félagið greiði ekki út arð á meðan ábyrgðirnar eru í gildi og lán sem hugsanlega verði tekin út á þær eru ógreidd. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir slík lán vera til þrautavara. „Við gerum ráð fyrir því í þessari grunnsviðsmynd sem við vorum að fara yfir hér áðan að við munum ekki draga á lánalínur sem ríkissjóður er að ábyrgjast. Erum að gera ráð fyrir að vera komin á svipaðan stað í framleiðslunni 2024 og við vorum á árunum 2018 og 2019 og að félagið verði farið að skila hagnaði árið 2022,“ segir forstjórinn. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstrinum vegna kórónufaraldursins dragist ekki á langinn.Vísir/Sigurjón Félagið gæti því hugsanlega farið að greiða út arð eftir fjögur ár eða 2024. Reiknað sé með hægum bata í rekstrinum frá vormánuðum næsta árs. „Við erum ekki að gera ráð fyrir að næsta sumar verði stórt í okkar rekstri. Gerum ráð fyrir að fljúga tæplega helminginn af því sem við gerðum árið 2015 næsta sumar. Þannig að við byrjum á að byggja leiðarkerfið aftur upp næsta vor hægt og rólega. En það er mikilvægt að þessi óvissa dragist ekki mjög á langinn og eftirspurn fari að taka við sér.“ Og að Bandaríkin opni? „Að Bandaríkin opni. Það er mikilvægt fyrir okkar tengimódel sem er mikilvægur þáttur í okkar viðskiptalíkani,“ segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. 9. september 2020 07:49 Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31
Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. 9. september 2020 07:49
Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25