Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 10:22 Frá Skólavörðustíg 36 á tíunda tímanum í morgun. Fundað verður um málið í dag. Vísir/Baldur Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. Byggingarfulltrúi segir að verið sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að kæra málið til lögreglu. Húsið var reist árið 1922 og hýsti um árabil búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann. Húsið nýtur svokallaðar verndar byggðamynsturs og er þannig friðað. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið. Nikulás segir í samtali við Vísi nú í morgun að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Borgin skoði nú hvernig brugðist verði við niðurrifinu. „Í fyrsta lagi þarf eigandinn að bregðast við með því að senda okkur erindi um það sem hefur gerst og hvað hann hyggst gera í staðinn. Hvað við sem stjórnvöld og leyfisveitendur gerum, það er verið að skoða það,“ segir Nikulás. Svona leit húsið út í júlí 2019.Skjáskot/Ja.is Hann segir málið minna á það þegar svokallað Exeter-hús var rifið við Tryggvagötu 12 í Reykjavík árið 2016. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs. Greint var frá því í fyrra að héraðssaksóknari hefði ákært annan framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Mannverks fyrir að láta rífa húsið. „Svipað gerðist niðri á Tryggvagötu í Exeter-húsinu á sínum tíma. Þá kærðum við það til lögreglu og það er hreinlega verið að skoða hvort það sé leið í þessu máli,“ segir Nikulás. Fundað verður um Skólavörðustígsmálið dag, að sögn Nikulásar. Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að öll tilskilin leyfi hefðu legið fyrir og að verkið hefði verið unnið í fullu samráði við eftirlitsaðila. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.Vísir/baldur Skipulag Reykjavík Húsavernd Tengdar fréttir Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. Byggingarfulltrúi segir að verið sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að kæra málið til lögreglu. Húsið var reist árið 1922 og hýsti um árabil búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann. Húsið nýtur svokallaðar verndar byggðamynsturs og er þannig friðað. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið. Nikulás segir í samtali við Vísi nú í morgun að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Borgin skoði nú hvernig brugðist verði við niðurrifinu. „Í fyrsta lagi þarf eigandinn að bregðast við með því að senda okkur erindi um það sem hefur gerst og hvað hann hyggst gera í staðinn. Hvað við sem stjórnvöld og leyfisveitendur gerum, það er verið að skoða það,“ segir Nikulás. Svona leit húsið út í júlí 2019.Skjáskot/Ja.is Hann segir málið minna á það þegar svokallað Exeter-hús var rifið við Tryggvagötu 12 í Reykjavík árið 2016. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs. Greint var frá því í fyrra að héraðssaksóknari hefði ákært annan framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Mannverks fyrir að láta rífa húsið. „Svipað gerðist niðri á Tryggvagötu í Exeter-húsinu á sínum tíma. Þá kærðum við það til lögreglu og það er hreinlega verið að skoða hvort það sé leið í þessu máli,“ segir Nikulás. Fundað verður um Skólavörðustígsmálið dag, að sögn Nikulásar. Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að öll tilskilin leyfi hefðu legið fyrir og að verkið hefði verið unnið í fullu samráði við eftirlitsaðila. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.Vísir/baldur
Skipulag Reykjavík Húsavernd Tengdar fréttir Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23