Icelandair í samstarf við easyJet Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2020 16:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að með Worldwide by easyJet geti „farþegar sjálfir bókað flug með easyJet og fjölmörgum samstarfsflugfélögum á sjálfvirkan og einfaldan hátt og þannig aukið möguleika á tengiflugi til fjölda áfangastaða um allan heim.“ Áætlað er að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa en ferðalög fólks á milli landa hafa verið í algjöru lágmarki undanfarin misseri vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem honum hafa fylgt. Þegar þjónustan verður virk munu viðskiptavinir geta bókað flug frá áfangastöðum easyJet í Evrópu og svo áfram inn í leiðakerfi Icelandair til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku „í nánustu framtíð,“ líkt og það er orðað í tilkynningu Icelandair. „Icelandair á nú þegar í samstarfi við önnur flugfélög á borð við SAS, Finnair og airBaltic í Evrópu og Jetblue og Alaska Airlines í Bandaríkjunum. Worldwide by easyJet tengir saman yfir 5 þúsund flugleiðir víða um heim með öflugu neti 17 samstarfsflugfélaga. Sem leiðandi flugfélag í Evrópu, flutti easyJet 96,1 milljón farþega á árinu 2019,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50 Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að með Worldwide by easyJet geti „farþegar sjálfir bókað flug með easyJet og fjölmörgum samstarfsflugfélögum á sjálfvirkan og einfaldan hátt og þannig aukið möguleika á tengiflugi til fjölda áfangastaða um allan heim.“ Áætlað er að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa en ferðalög fólks á milli landa hafa verið í algjöru lágmarki undanfarin misseri vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem honum hafa fylgt. Þegar þjónustan verður virk munu viðskiptavinir geta bókað flug frá áfangastöðum easyJet í Evrópu og svo áfram inn í leiðakerfi Icelandair til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku „í nánustu framtíð,“ líkt og það er orðað í tilkynningu Icelandair. „Icelandair á nú þegar í samstarfi við önnur flugfélög á borð við SAS, Finnair og airBaltic í Evrópu og Jetblue og Alaska Airlines í Bandaríkjunum. Worldwide by easyJet tengir saman yfir 5 þúsund flugleiðir víða um heim með öflugu neti 17 samstarfsflugfélaga. Sem leiðandi flugfélag í Evrópu, flutti easyJet 96,1 milljón farþega á árinu 2019,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50 Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50
Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58
Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35