Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 19:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira