Átta þúsund dósir seljast á hverjum degi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. september 2020 21:30 Víða hafa risið verslanir sem selja einungis nikótínpúða. Stöð 2 Algjör sprenging hefur orðið í sölu á tóbakslausum nikótínpúðum og samkvæmt markaðsáætlun stærsta innflytjandans er áætlað að daglega seljist átta þúsund dósir. Í árslok 2020 er gert ráð fyrir að mánaðarsala verði um 250 þúsund dósir. Sala ÁTVR á íslensku neftóbaki hefur dregist saman um 48 prósent á þessu ári. Ástæðan er líklega aukin sala á tóbakslausum nikótínpúðum sem hafa hrúgast inn á íslenskan markað á undanförnum mánuðum. Sífellt bætast við sölustaðir níkótínpúða en þeir eru seldir í matvöruverslunum, á bensínstöðvum og svo hafa víða risið verslanir sem selja einungis nikótínpúða. Í markaðsáætlun eins stærsta innflytjanda á nikótínpúðum hér landi er áætlað að sala neftóbaks hafi dregist saman um allt að 45 prósent í lok árs. Út frá því er áætlað að markaðsstærð nikótínpúða sé 1,8 milljónir dósa á ári eða því sem nemur 112.000 til 150.000 dósum á mánuði. Þá kemur fram í markaðsáætluninni að fjöldi fólks hafi skipt út rafrettum og sígarettum fyrir nikótínpúða. Út frá því er áætlað að stærð markaðar nikótínpúða stefni í að verða um 200.000 til 250.000 dósir á mánuði í árslok 2020 eða 3 milljónir dósa árlega. Það þýðir að daglega seljist ríflega 8000 þúsund dósir. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af notkun púðanna meðal ungs fólk. „Þetta er áhyggjuefni að ungt fólk sé að verða háð nikótíni. Við höfum engi lög eða reglur sem ná utan um þessa vöru og við þurfum lög sem taka á aðgengi, aldurstakmarki, hámarksstyrkleika nikótíns,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Embættið hafi nú þegar kallað eftir regluverki frá heilbrigðisráðuneytinu. Grunur sé um að notkun sé allt of mikil meðal ungmenna. „Það er bara það sem maður sér í samfélaginu,“ segir Viðar. Nú sé beðið er eftir niðurstöðum rannsókna. Í hverri nikótínpúðadós eru um 20 púðar og hver púði inniheldur á bilinu 6-15 millígrömm af níkótíni. Verslun Neytendur Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. 30. júlí 2020 06:43 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í sölu á tóbakslausum nikótínpúðum og samkvæmt markaðsáætlun stærsta innflytjandans er áætlað að daglega seljist átta þúsund dósir. Í árslok 2020 er gert ráð fyrir að mánaðarsala verði um 250 þúsund dósir. Sala ÁTVR á íslensku neftóbaki hefur dregist saman um 48 prósent á þessu ári. Ástæðan er líklega aukin sala á tóbakslausum nikótínpúðum sem hafa hrúgast inn á íslenskan markað á undanförnum mánuðum. Sífellt bætast við sölustaðir níkótínpúða en þeir eru seldir í matvöruverslunum, á bensínstöðvum og svo hafa víða risið verslanir sem selja einungis nikótínpúða. Í markaðsáætlun eins stærsta innflytjanda á nikótínpúðum hér landi er áætlað að sala neftóbaks hafi dregist saman um allt að 45 prósent í lok árs. Út frá því er áætlað að markaðsstærð nikótínpúða sé 1,8 milljónir dósa á ári eða því sem nemur 112.000 til 150.000 dósum á mánuði. Þá kemur fram í markaðsáætluninni að fjöldi fólks hafi skipt út rafrettum og sígarettum fyrir nikótínpúða. Út frá því er áætlað að stærð markaðar nikótínpúða stefni í að verða um 200.000 til 250.000 dósir á mánuði í árslok 2020 eða 3 milljónir dósa árlega. Það þýðir að daglega seljist ríflega 8000 þúsund dósir. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af notkun púðanna meðal ungs fólk. „Þetta er áhyggjuefni að ungt fólk sé að verða háð nikótíni. Við höfum engi lög eða reglur sem ná utan um þessa vöru og við þurfum lög sem taka á aðgengi, aldurstakmarki, hámarksstyrkleika nikótíns,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Embættið hafi nú þegar kallað eftir regluverki frá heilbrigðisráðuneytinu. Grunur sé um að notkun sé allt of mikil meðal ungmenna. „Það er bara það sem maður sér í samfélaginu,“ segir Viðar. Nú sé beðið er eftir niðurstöðum rannsókna. Í hverri nikótínpúðadós eru um 20 púðar og hver púði inniheldur á bilinu 6-15 millígrömm af níkótíni.
Verslun Neytendur Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. 30. júlí 2020 06:43 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41
Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. 30. júlí 2020 06:43
Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16