Með risasvepp sem bragðast eins og steik Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. september 2020 19:30 Magnús með sveppinn stóra, sem hann telur vega ríflega tvö kíló. Hann leggur það þó ekki í vana sinn að rækta svo stóra sveppi. Egill Aðalsteinsson Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“ Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“
Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira