Guðmundur nýr stjórnarformaður CRI Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 12:38 Guðmundur Þóroddsson hefur gegnt stöðu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Geothermal, þar sem hann er nú stjórnarformaður. CRI Guðmundur Þóroddsson er nýr stjórnarformaður íslenska tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) en aðalfundur félagsins fór fram undir lok nýliðins ágústmánaðar. Auk Guðmundar komu Ásgeir Ívarsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir ný inn í stjórn, en fyrir í stjórn voru þau Fiona Xiang Fei, Ingólfur Guðmundsson og Laurent Van Wulpen. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðmundur sé reyndur stjórnandi og hafi meðal annars gegnt stöðu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Geothermal, þar sem hann er nú stjórnarformaður. Þau Ásgeir og Margrét hafi bæði gegnt lykilhlutverkum hjá CRI sem stjórnendur á sviði tækni og fjármála. „CRI hlaut í síðustu viku viðurkenningu Vaxtarsprotans annað árið í röð, en velta fyrirtækisins jókst um 78% milli ára. Vaxandi áhugi er fyrir tæknilausnum félagsins enda er nú verið að setja aukna fjármuni í að draga úr losun koltvísýrings um allan heim. Félagið er í forystu á heimsvísu í þróun tækni til nýtingar koltvísýrings við framleiðslu rafeldsneytis og efnavöru. CRI vinnur nú að hönnun verksmiðju samkvæmt samningi við efnafyrirtæki í Kína sem byggð er á skölun á þeirri tækni sem fyrst var nýtt í verksmiðju félagsins í Svartsengi. Verkefnið er staðsett í Anyang í austurhluta Kína og mun það koma til með að draga úr losun á 160.000 tonnum af koltvísýringi árlega. Heildarfjarfesting í verkefninu nemur um 12 milljörðum króna og er gert ráð fyrir að gangsetning hefjist á síðari hluta næsta árs,“ segir í tilkynningu. Carbon Recycling International - CRI hf. er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem þróar, hannar og afhendir búnað til að framleiða endurnýjanlegt eldsneyti og vistvæna efnavöru, úr kolefni og vetni. Vistaskipti Orkumál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Guðmundur Þóroddsson er nýr stjórnarformaður íslenska tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) en aðalfundur félagsins fór fram undir lok nýliðins ágústmánaðar. Auk Guðmundar komu Ásgeir Ívarsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir ný inn í stjórn, en fyrir í stjórn voru þau Fiona Xiang Fei, Ingólfur Guðmundsson og Laurent Van Wulpen. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðmundur sé reyndur stjórnandi og hafi meðal annars gegnt stöðu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Geothermal, þar sem hann er nú stjórnarformaður. Þau Ásgeir og Margrét hafi bæði gegnt lykilhlutverkum hjá CRI sem stjórnendur á sviði tækni og fjármála. „CRI hlaut í síðustu viku viðurkenningu Vaxtarsprotans annað árið í röð, en velta fyrirtækisins jókst um 78% milli ára. Vaxandi áhugi er fyrir tæknilausnum félagsins enda er nú verið að setja aukna fjármuni í að draga úr losun koltvísýrings um allan heim. Félagið er í forystu á heimsvísu í þróun tækni til nýtingar koltvísýrings við framleiðslu rafeldsneytis og efnavöru. CRI vinnur nú að hönnun verksmiðju samkvæmt samningi við efnafyrirtæki í Kína sem byggð er á skölun á þeirri tækni sem fyrst var nýtt í verksmiðju félagsins í Svartsengi. Verkefnið er staðsett í Anyang í austurhluta Kína og mun það koma til með að draga úr losun á 160.000 tonnum af koltvísýringi árlega. Heildarfjarfesting í verkefninu nemur um 12 milljörðum króna og er gert ráð fyrir að gangsetning hefjist á síðari hluta næsta árs,“ segir í tilkynningu. Carbon Recycling International - CRI hf. er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem þróar, hannar og afhendir búnað til að framleiða endurnýjanlegt eldsneyti og vistvæna efnavöru, úr kolefni og vetni.
Vistaskipti Orkumál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira