Leggja fram nýjar tillögur og krefjast tafarlausra aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 11:54 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti tillögurnar á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun. Viðreisn Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00