Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2020 20:00 Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi. Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi.
Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira