Innanlandssmitin öll af sama stofni Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. ágúst 2020 20:36 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Vísir/Sigurjón 233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04