Fögnuðu samningnum á táknmáli vegna kórónuveirunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2020 06:29 Samninganefndirnar Eflingar og Reykjavíkurborgar fagna undirritun í nótt. Vísir/jkj Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. Að sama skapi barst enginn vöffluilmur úr eldhúsi Ríkissáttasemjara og engin voru handaböndin. Fagn samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var þess í stað á táknmáli. Þær lyftu upp höndum og hristu þær, ekki ósvipað og má sjá í myndbandinu hér að neðan.Þetta fagn var innleitt hjá embætti Ríkissáttasemjara á föstudag, þegar almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hugmyndin er að takmarka alla óþarfa snertingu við samningaborðið, eins og handabönd og lófatak. Þessi háttur hefur því verið hafður á við undirritun nýrra kjarasamninga um helgina, til að mynda fögnuðu samninganefndir með þessum hætti aðfaranótt mánudags þegar tókst að afstýra verkföllum félagsmanna BSRB og Sameykis.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkunÞar að auki ákváðu starfsmenn Ríkissáttasemjara að loka húsnæðinu í Borgartúni öðrum en þeim sem áttu sæti við samningaborðið. Allt var þetta gert til að sporna við frekari dreifingu veirunnar. Hvað vöfflurnar varðar þá hurfu þær úr Karphúsinu í maí í fyrra, eftir að hafa verið fastur liður við undirritun kjarasamninga í rúmlega 20. Þáverandi ríkissáttasemjari, Bryndís Hlöðversdóttir, sagðist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti heldur að láta þá hanga yfir vöfflujárninu langt fram á nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. 20. maí 2019 10:00 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. Að sama skapi barst enginn vöffluilmur úr eldhúsi Ríkissáttasemjara og engin voru handaböndin. Fagn samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var þess í stað á táknmáli. Þær lyftu upp höndum og hristu þær, ekki ósvipað og má sjá í myndbandinu hér að neðan.Þetta fagn var innleitt hjá embætti Ríkissáttasemjara á föstudag, þegar almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hugmyndin er að takmarka alla óþarfa snertingu við samningaborðið, eins og handabönd og lófatak. Þessi háttur hefur því verið hafður á við undirritun nýrra kjarasamninga um helgina, til að mynda fögnuðu samninganefndir með þessum hætti aðfaranótt mánudags þegar tókst að afstýra verkföllum félagsmanna BSRB og Sameykis.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkunÞar að auki ákváðu starfsmenn Ríkissáttasemjara að loka húsnæðinu í Borgartúni öðrum en þeim sem áttu sæti við samningaborðið. Allt var þetta gert til að sporna við frekari dreifingu veirunnar. Hvað vöfflurnar varðar þá hurfu þær úr Karphúsinu í maí í fyrra, eftir að hafa verið fastur liður við undirritun kjarasamninga í rúmlega 20. Þáverandi ríkissáttasemjari, Bryndís Hlöðversdóttir, sagðist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti heldur að láta þá hanga yfir vöfflujárninu langt fram á nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. 20. maí 2019 10:00 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. 20. maí 2019 10:00
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54