Innlent

Tryggingastofnun lokar afgreiðslunni vegna veirunnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tryggingastofnun er til húsa við Hlíðasmára 11 í Kópavogi.
Tryggingastofnun er til húsa við Hlíðasmára 11 í Kópavogi. vísir/vilhelm
Afgreiðslu Tryggingastofnunnar hefur verið lokað og opnar ekki aftur meðan á neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirunnar er í gildi. TR hyggst á móti veita aukna fjarþjónustu.

Í rökstuðningi Tryggingastofnunnar fyrir ákvörðun sinni segir TR að sóttvarnalæknir hafi beint því til viðkvæmra hópa, svo sem eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma, að forðast margmenni.

„Í viðskiptavinahópi TR eru margir sem teljast til viðkvæmra hópa og leggur TR því áherslu á að efla fjarþjónustu á meðan neyðarstig varir. Er þetta gert með velferð viðskiptavina að leiðarljósi,“ segir í rökstuðningnum.

Því hafi verið tekin ákvörðun um að skella í lás í afgreiðslu TR í Hlíðasmára í Kópavogi. Þess í stað er bent á hemasíðu Tryggingastofnunnar, símanúmerið 560-4400, bréfpóst og tölvupóstfangið [email protected]


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×