Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2020 16:45 Hvítir frauðkassar, hlaðnir ferskum fiski, á leið um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45