Hátt í áttatíu Íslendingar væntanlegir frá Veróna á laugardag Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 22:15 Mikil hundslappadrífa tók á móti Íslendingunum sem komu frá Veróna í gær. Stöð 2 Flugvél með um sjötíu til áttatíu Íslendingum er væntanleg hingað til lands frá Veróna á Ítalíu næstkomandi laugardag. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofunnar Vita en um er að ræða heimferð hóps sem fór út til Veróna í gær. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana við heimkomu í kjölfar þess að þrír Íslendingar hafa nú smitast af kórónuveirunni. Öll dvöldu þau á Ítalíu og kom einn þeirra með leiguflugi Icelandair frá Veróna í gær en sú ferð var einnig á vegum Vita. Öllum farþegum þeirrar vélar hefur nú verið gert að fara í tveggja vikna sóttkví. Staðfest er að minnst tveir þeirra smituðu dvöldu utan skilgreindra áhættusvæða á Ítalíu. Í kjölfar annars smitsins var áhættumati vegna ferðalaga til Ítalíu breytt. Nú er landið allt flokkað sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Um að ræða síðustu skíðaferðina Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða síðustu skíðaferðina til Veróna á vegum ferðaskrifstofunnar í bili. Aðspurður um það hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana í ljósi frétta dagsins segir hann að enn eigi eftir að fara betur yfir málin í ljósi þess hve stutt er síðan fregnirnar bárust. Staðan verði tekin í fyrramálið með fararstjóra íslenska hópsins en þó sé ljóst að samráð verði haft við heilbrigðisyfirvöld. Vita aflýsti í síðustu viku fyrirhugaðri ferð sinni til Veróna um næstu helgi og var einnig búið að aflýsa fyrirhugaðri ferð til Kína um páskana. „Þannig að við erum ekki með neinar fyrirhugaðar ferðir til áhættusvæða.“ Icelandair ekki með áfangastaði á Ítalíu Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur flugvélin sem kom frá Veróna í gær verið sótthreinsuð umfram þær kröfur sem yfirvöld gera til félagsins. Hún segir að Icelandair sé ekki með neina áfangastaði á Ítalíu í leiðakerfi sínu en að félagið sjái þó um leiguflug þangað á vegum Vita. Fram kom í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í kvöld að stjórnendur Icelandair hafi fundað með sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í kvöld. Á meðal þess sem var ákveðið á þeim fundi var að áhafnir Icelandair muni dreifa upplýsingamiðum til allra þeirra sem ferðast munu með flugfélaginu til Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Icelandair Ítalía Tengdar fréttir Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Flugvél með um sjötíu til áttatíu Íslendingum er væntanleg hingað til lands frá Veróna á Ítalíu næstkomandi laugardag. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofunnar Vita en um er að ræða heimferð hóps sem fór út til Veróna í gær. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana við heimkomu í kjölfar þess að þrír Íslendingar hafa nú smitast af kórónuveirunni. Öll dvöldu þau á Ítalíu og kom einn þeirra með leiguflugi Icelandair frá Veróna í gær en sú ferð var einnig á vegum Vita. Öllum farþegum þeirrar vélar hefur nú verið gert að fara í tveggja vikna sóttkví. Staðfest er að minnst tveir þeirra smituðu dvöldu utan skilgreindra áhættusvæða á Ítalíu. Í kjölfar annars smitsins var áhættumati vegna ferðalaga til Ítalíu breytt. Nú er landið allt flokkað sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Um að ræða síðustu skíðaferðina Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða síðustu skíðaferðina til Veróna á vegum ferðaskrifstofunnar í bili. Aðspurður um það hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana í ljósi frétta dagsins segir hann að enn eigi eftir að fara betur yfir málin í ljósi þess hve stutt er síðan fregnirnar bárust. Staðan verði tekin í fyrramálið með fararstjóra íslenska hópsins en þó sé ljóst að samráð verði haft við heilbrigðisyfirvöld. Vita aflýsti í síðustu viku fyrirhugaðri ferð sinni til Veróna um næstu helgi og var einnig búið að aflýsa fyrirhugaðri ferð til Kína um páskana. „Þannig að við erum ekki með neinar fyrirhugaðar ferðir til áhættusvæða.“ Icelandair ekki með áfangastaði á Ítalíu Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur flugvélin sem kom frá Veróna í gær verið sótthreinsuð umfram þær kröfur sem yfirvöld gera til félagsins. Hún segir að Icelandair sé ekki með neina áfangastaði á Ítalíu í leiðakerfi sínu en að félagið sjái þó um leiguflug þangað á vegum Vita. Fram kom í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í kvöld að stjórnendur Icelandair hafi fundað með sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í kvöld. Á meðal þess sem var ákveðið á þeim fundi var að áhafnir Icelandair muni dreifa upplýsingamiðum til allra þeirra sem ferðast munu með flugfélaginu til Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Icelandair Ítalía Tengdar fréttir Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent