Kexruglaðar fullyrðingar um tap Reykjavíkurborgar af ferðamönnum Þórir Garðarsson skrifar 2. mars 2020 10:00 „Minnisblað um ábata Reykjavíkurborgar af ferðaþjónustu“ sem lagt var fyrir borgarráð í síðustu viku er svo fullt af vitleysu og rangfærslum að ekki stendur steinn yfir steini. Þeim embættismönnum borgarinnar sem gerðu þessa ábatagreiningu væri sæmst að draga hana snarlega til baka og fá einhvern annan til verksins. Að öðrum kosti gera þeir sig seka um að gefa borgarfulltrúum og öllum almenningi kolranga mynd af því hver ábati borgarinnar af ferðamönnum er í raun og veru. Samkvæmt ábatagreiningunni tapar Reykjavíkurborg yfir 8 milljörðum króna á ári á „ferðaþjónustunni.“ Beinar og óbeinar tekjur af ferðaþjónustu eru taldar 10,4 milljarðar króna. Þar af er 1,8 milljarður sagður beinar tekjur en útsvar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu 8,6 milljarðar króna. Beinn og óbeinn kostnaður er reiknaður 18,7 milljarðar króna. Þar vegur þyngst „nettó útgjöld borgarinnar vegna lögskyldrar þjónustu við starfsmenn í ferðaþjónustu“, en þau eru sögð nema 15 milljörðum króna. Niðurstaðan er 8,3 milljarða króna halli. Yfirgengilega vitlaust Þetta er yfirgengilega vitlaust. Embættismennirnir láta eins og borgin hafi engar tekjur af ferðamönnum öðru vísi en í gegnum starfsfólk í ferðaþjónustu sem býr í Reykjavík. Þeir sleppa að geta allra hinna fyrirtækjanna og einstaklinganna sem hafa tekjur af ferðamönnum með sölu á vörum og þjónustu til ferðaþjónustufyrirtækjanna og skila að sjálfsögðu útsvari og fasteignagjöldum. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum nema yfir 500 milljörðum króna árlega. Flestir þeirra koma til Reykjavíkur og dvelja þar lengur eða skemur. Ekki má heldur gleyma innlendu ferðamönnunum. Hvernig í ósköpunum geta embættismenn fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar komist að þeirri niðurstöðu að borgin hafi aðeins 10,4 milljarða króna í tekjur af þessum heimsóknum? Trúir því einhver að borgarsjóður fái aðeins 2% af gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum? Horft framhjá mestu tekjunum Halda mætti að ábatagreining borgarstarfsmanna hafi verið gerð í gluggalausu og myrkvuðu herbergi. Algjörlega er horft framhjá því að peningarnir sem ferðamenn skilja eftir rata miklu víðar en bara í launagreiðslur til starfsmanna í ferðaþjónustunni. Kaupa þarf matvæli, drykkjarföng, þrif, bókhaldsþjónustu, auglýsingar, prentun, akstur, húsgögn, viðhald, afþreyingu, eldsneyti, borga af lánum og þar fram eftir götunum. Ella væri fátt hægt að gera fyrir ferðamennina. Fólkið og fyrirtækin sem þjónusta ferðaþjónustuna skila Reykjavíkurborg útsvari og fasteignagjöldum ekkert síður en þeir sem sinna beinum samskiptum við ferðamenn. Fyrirtækin borga fasteignagjöld. Án ferðamanna hefði borgin ekki þessar tekjur. Fullyrða má að 80% af því sem ferðamenn borga í Reykjavík sé vegna vörukaupa og þjónustu sem fellur utan við það sem kallað er „einkennandi greinar ferðaþjónustu“. Þeir sem veita þessa þjónustu borga ekkert síður útsvar og fasteignagjöld en starfsfólk í ferðaþjónustu – að ekki sé talað um aðgangseyri í sundlaugar og söfn. Þá má ekki gleyma að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta, sem aftur hefur stóraukið tekjur hennar af fasteignagjöldum Tekjur borgarinnar af ferðamönnum eru því vægast sagt vantaldar um tugi milljarða króna í hinni furðulegu ábatagreiningu. Skýrsla Deloitte gefur réttari mynd Deloitte greindi opinberar tekjur og gjöldum vegna ferðamanna á árinu 2015 fyrir Stjórnstöð ferðamála. Niðurstaðan sýndi að varlega áætlað voru nettótekjur sveitarfélaga af ferðamönnum þetta ár 11 milljarðar króna. Frá 2015 fóru tekjur af ferðamönnum árlega hækkandi. Stýrihópur ýmissa hagsmunaaðila aðstoðaði við gagnaöflun og rýndi í aðferðafræði Deloitte. Þar á meðal voru fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ástæða væri til að uppfæra skýrslu Deloitte til að gefa rétta mynd af því sem um ræðir. Ferðaþjónustan töluð niður En ekki aðeins hafa embættismennirnir reynt að villa um fyrir borgarfulltrúum og almenningi með talnaspeki sinni. Í minnisblaðinu er ferðaþjónustan töluð niður án þess að nokkur innistæða sé fyrir því. Þar segir m.a. um atvinnugreinina: „Hún er þekkt fyrir að bjóða upp á fremur illa launuð störf og sveiflukennda eftirspurn efir vinnuafli.“ Þetta er fjarri sanni. Árstíðasveifla ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu er tiltölulega lítil. Laun eru sambærileg við aðrar atvinnugreinar og örugglega ekki lægri en hjá Reykjavíkurborg. Meirihluti starfsmanna í ferðaþjónustu er með framhaldsmenntun. Í minnisblaðinu kemur fram undarlegur hroki gagnvart ferðaþjónustunni. Embættismennirnir segja þar: „Ef horft er hins vegar til lengri tíma hlýtur það að vera ákjósanlegra að byggja upp greinar í landinu sem nýta betur menntunarstig þjóðarinnar, bjóða upp á fleiri hálaunastörf, skila meiri skatttekjum í þjóðarbúið og hafa sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið.“ Með öðrum orðum, atvinnugreinin sem skilar meiri gjaldeyristekjum en sjávarútvegurinn og stóriðjan samanlagt þykir ekki nógu fín. Þá er að finna fullyrðingu í minnisblaðinu sem er varla umræðuhæf: „„Ferðaþjónustufyrirtæki færast oft með tímanum í eigu erlendra aðila sem leggja áherslu á að ráða til sín ódýrt erlent vinnuafl og flytja arðinn til landa með lága fjarmagnstekjuskatta.“ Ef embættismennirnir vita af fyrirtækjum sem ekki greiða laun samkvæmt kjarasamningum, þá ættu þeir að láta viðkomandi yfirvöld vita. Óútskýrður beinn kostnaður af ferðamönnum Í minnisblaðinu er mjög sérkennileg tafla um meintan beinan kostnað borgarinnar vegna ferðamanna. Á fjórum árum, 2015-2018, eru framlög og styrkir vegna ferðamanna sögð nema 1,8 milljörðum króna. Sama árabil er hlutdeild ferðamanna í útgjöldum vegna safna sögð 2,7 milljarðar króna og kostnaður vegna sundlaugaferða þeirra 3,0 milljarðar króna. Kostnaður Höfuðborgarstofu sagður 666 milljónir króna. Engar skýringar fylgja þessari töflu. Tekjur af sundlaugaheimsóknum ferðamanna á þessum sömu árum eru sagðar 1,2 milljarður króna. Aðgangseyrir að söfnum 790 milljónir króna. Samkvæmt þessu hefði borgin getað sparað sér 3,7 milljarða króna með því að banna ferðamönnum aðgang að sundlaugum og söfnum borgarinnar. Samt er borgin alltaf að auglýsa söfnin og sundlaugarnar fyrir ferðamönnum. Borga ferðamenn ekki einmitt hæsta gjaldið í sundlaugarnar, fyrir stakar ferðir? Hvers vegna hækkar borgin ekki aðgangseyrinn ef tapið er svona mikið? Ekki er heil brú í þessum tölum. Verið að blekkja borgarfulltrúa Minnisblaðið um ábatagreininguna var lögð fyrir borgarráð í síðustu viku og verður væntanlega kynnt í borgarstjórn. Helst má lesa tilganginn með þessari samsuðu að borgin vilji fá gistináttagjald af hótelum og gistihúsum, sem nú rennur í ríkissjóð. Svo virðist sem nota eigi fullyrðingar um stórtap af ferðamönnum til að hafa áhrif í þá veru. Hér sannast máltækið að tölur ljúga ekki, en það er hægt að ljúga með tölum. Verið er að blekkja borgarfulltrúa og allan almenning með ósvífnum hætti og gera lítið úr ferðaþjónustunni í leiðinni. Verið er að segja þeim þúsundum sem starfa við ferðaþjónustuna að þeir séu baggi á borginni, þó staðreyndin sé allt önnur. Þeir embættismenn sem bera ábyrgð á þessari hrákasmíð ættu að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line, fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og áheyrnarfulltrúi í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavikuborgar fh. ferðaþjónustunnar 2010-2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Minnisblað um ábata Reykjavíkurborgar af ferðaþjónustu“ sem lagt var fyrir borgarráð í síðustu viku er svo fullt af vitleysu og rangfærslum að ekki stendur steinn yfir steini. Þeim embættismönnum borgarinnar sem gerðu þessa ábatagreiningu væri sæmst að draga hana snarlega til baka og fá einhvern annan til verksins. Að öðrum kosti gera þeir sig seka um að gefa borgarfulltrúum og öllum almenningi kolranga mynd af því hver ábati borgarinnar af ferðamönnum er í raun og veru. Samkvæmt ábatagreiningunni tapar Reykjavíkurborg yfir 8 milljörðum króna á ári á „ferðaþjónustunni.“ Beinar og óbeinar tekjur af ferðaþjónustu eru taldar 10,4 milljarðar króna. Þar af er 1,8 milljarður sagður beinar tekjur en útsvar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu 8,6 milljarðar króna. Beinn og óbeinn kostnaður er reiknaður 18,7 milljarðar króna. Þar vegur þyngst „nettó útgjöld borgarinnar vegna lögskyldrar þjónustu við starfsmenn í ferðaþjónustu“, en þau eru sögð nema 15 milljörðum króna. Niðurstaðan er 8,3 milljarða króna halli. Yfirgengilega vitlaust Þetta er yfirgengilega vitlaust. Embættismennirnir láta eins og borgin hafi engar tekjur af ferðamönnum öðru vísi en í gegnum starfsfólk í ferðaþjónustu sem býr í Reykjavík. Þeir sleppa að geta allra hinna fyrirtækjanna og einstaklinganna sem hafa tekjur af ferðamönnum með sölu á vörum og þjónustu til ferðaþjónustufyrirtækjanna og skila að sjálfsögðu útsvari og fasteignagjöldum. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum nema yfir 500 milljörðum króna árlega. Flestir þeirra koma til Reykjavíkur og dvelja þar lengur eða skemur. Ekki má heldur gleyma innlendu ferðamönnunum. Hvernig í ósköpunum geta embættismenn fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar komist að þeirri niðurstöðu að borgin hafi aðeins 10,4 milljarða króna í tekjur af þessum heimsóknum? Trúir því einhver að borgarsjóður fái aðeins 2% af gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum? Horft framhjá mestu tekjunum Halda mætti að ábatagreining borgarstarfsmanna hafi verið gerð í gluggalausu og myrkvuðu herbergi. Algjörlega er horft framhjá því að peningarnir sem ferðamenn skilja eftir rata miklu víðar en bara í launagreiðslur til starfsmanna í ferðaþjónustunni. Kaupa þarf matvæli, drykkjarföng, þrif, bókhaldsþjónustu, auglýsingar, prentun, akstur, húsgögn, viðhald, afþreyingu, eldsneyti, borga af lánum og þar fram eftir götunum. Ella væri fátt hægt að gera fyrir ferðamennina. Fólkið og fyrirtækin sem þjónusta ferðaþjónustuna skila Reykjavíkurborg útsvari og fasteignagjöldum ekkert síður en þeir sem sinna beinum samskiptum við ferðamenn. Fyrirtækin borga fasteignagjöld. Án ferðamanna hefði borgin ekki þessar tekjur. Fullyrða má að 80% af því sem ferðamenn borga í Reykjavík sé vegna vörukaupa og þjónustu sem fellur utan við það sem kallað er „einkennandi greinar ferðaþjónustu“. Þeir sem veita þessa þjónustu borga ekkert síður útsvar og fasteignagjöld en starfsfólk í ferðaþjónustu – að ekki sé talað um aðgangseyri í sundlaugar og söfn. Þá má ekki gleyma að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta, sem aftur hefur stóraukið tekjur hennar af fasteignagjöldum Tekjur borgarinnar af ferðamönnum eru því vægast sagt vantaldar um tugi milljarða króna í hinni furðulegu ábatagreiningu. Skýrsla Deloitte gefur réttari mynd Deloitte greindi opinberar tekjur og gjöldum vegna ferðamanna á árinu 2015 fyrir Stjórnstöð ferðamála. Niðurstaðan sýndi að varlega áætlað voru nettótekjur sveitarfélaga af ferðamönnum þetta ár 11 milljarðar króna. Frá 2015 fóru tekjur af ferðamönnum árlega hækkandi. Stýrihópur ýmissa hagsmunaaðila aðstoðaði við gagnaöflun og rýndi í aðferðafræði Deloitte. Þar á meðal voru fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ástæða væri til að uppfæra skýrslu Deloitte til að gefa rétta mynd af því sem um ræðir. Ferðaþjónustan töluð niður En ekki aðeins hafa embættismennirnir reynt að villa um fyrir borgarfulltrúum og almenningi með talnaspeki sinni. Í minnisblaðinu er ferðaþjónustan töluð niður án þess að nokkur innistæða sé fyrir því. Þar segir m.a. um atvinnugreinina: „Hún er þekkt fyrir að bjóða upp á fremur illa launuð störf og sveiflukennda eftirspurn efir vinnuafli.“ Þetta er fjarri sanni. Árstíðasveifla ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu er tiltölulega lítil. Laun eru sambærileg við aðrar atvinnugreinar og örugglega ekki lægri en hjá Reykjavíkurborg. Meirihluti starfsmanna í ferðaþjónustu er með framhaldsmenntun. Í minnisblaðinu kemur fram undarlegur hroki gagnvart ferðaþjónustunni. Embættismennirnir segja þar: „Ef horft er hins vegar til lengri tíma hlýtur það að vera ákjósanlegra að byggja upp greinar í landinu sem nýta betur menntunarstig þjóðarinnar, bjóða upp á fleiri hálaunastörf, skila meiri skatttekjum í þjóðarbúið og hafa sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið.“ Með öðrum orðum, atvinnugreinin sem skilar meiri gjaldeyristekjum en sjávarútvegurinn og stóriðjan samanlagt þykir ekki nógu fín. Þá er að finna fullyrðingu í minnisblaðinu sem er varla umræðuhæf: „„Ferðaþjónustufyrirtæki færast oft með tímanum í eigu erlendra aðila sem leggja áherslu á að ráða til sín ódýrt erlent vinnuafl og flytja arðinn til landa með lága fjarmagnstekjuskatta.“ Ef embættismennirnir vita af fyrirtækjum sem ekki greiða laun samkvæmt kjarasamningum, þá ættu þeir að láta viðkomandi yfirvöld vita. Óútskýrður beinn kostnaður af ferðamönnum Í minnisblaðinu er mjög sérkennileg tafla um meintan beinan kostnað borgarinnar vegna ferðamanna. Á fjórum árum, 2015-2018, eru framlög og styrkir vegna ferðamanna sögð nema 1,8 milljörðum króna. Sama árabil er hlutdeild ferðamanna í útgjöldum vegna safna sögð 2,7 milljarðar króna og kostnaður vegna sundlaugaferða þeirra 3,0 milljarðar króna. Kostnaður Höfuðborgarstofu sagður 666 milljónir króna. Engar skýringar fylgja þessari töflu. Tekjur af sundlaugaheimsóknum ferðamanna á þessum sömu árum eru sagðar 1,2 milljarður króna. Aðgangseyrir að söfnum 790 milljónir króna. Samkvæmt þessu hefði borgin getað sparað sér 3,7 milljarða króna með því að banna ferðamönnum aðgang að sundlaugum og söfnum borgarinnar. Samt er borgin alltaf að auglýsa söfnin og sundlaugarnar fyrir ferðamönnum. Borga ferðamenn ekki einmitt hæsta gjaldið í sundlaugarnar, fyrir stakar ferðir? Hvers vegna hækkar borgin ekki aðgangseyrinn ef tapið er svona mikið? Ekki er heil brú í þessum tölum. Verið að blekkja borgarfulltrúa Minnisblaðið um ábatagreininguna var lögð fyrir borgarráð í síðustu viku og verður væntanlega kynnt í borgarstjórn. Helst má lesa tilganginn með þessari samsuðu að borgin vilji fá gistináttagjald af hótelum og gistihúsum, sem nú rennur í ríkissjóð. Svo virðist sem nota eigi fullyrðingar um stórtap af ferðamönnum til að hafa áhrif í þá veru. Hér sannast máltækið að tölur ljúga ekki, en það er hægt að ljúga með tölum. Verið er að blekkja borgarfulltrúa og allan almenning með ósvífnum hætti og gera lítið úr ferðaþjónustunni í leiðinni. Verið er að segja þeim þúsundum sem starfa við ferðaþjónustuna að þeir séu baggi á borginni, þó staðreyndin sé allt önnur. Þeir embættismenn sem bera ábyrgð á þessari hrákasmíð ættu að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line, fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og áheyrnarfulltrúi í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavikuborgar fh. ferðaþjónustunnar 2010-2018.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun