Níu Íslendingar smitaðir af kórónuveirunni Andri Eysteinsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. mars 2020 21:40 Víðir Reynisson hjá almannavörnum og Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Þrjú tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindust til viðbótar í kvöld og eru þau því níu í heildina. Um er að ræða tvær konur og einn karl. Þau eru á fimmtugs- og sextugssaldri. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Af þessum tilfellum hafa tvö tengingu við Norður-Ítalíu en þessir einstaklingar komu til landsins frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn. Unnið er að smitrakningu á þriðja tilfellinu. Níu Íslendingar hafa því greinst með kórónuveiru frá því á föstudaginn síðasta. Allir hinir smituðu eru nú í einangrun á heimilum sínum. Allir sýna hinir smituðu venjuleg einkenni COVID-19 sjúkdómsins en teljast ekki alvarlega veikir. Víðir segir í samtali við Vísi að þessi þrjú nýju tilfelli hafi bæst við í greiningu á um það bil tuttugu sýnum sem gerð var seinnipartinn í dag og fram eftir kvöldi. Unnið er við greiningu sýna til klukkan 20 á kvöldin. Hann segir þá tvo einstaklinga sem komu frá Veróna á laugardaginn hafa farið strax í sóttkví þar sem fundu fyrir einhverjum einkennum. Það eru því allar líkur taldar á því að þeir hafi smitast úti á Ítalíu en ekki hér heima. Um 280 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar og segir Víðir ekki marga bætast við þá tölu vegna nýju tilfellanna; eftir því sem hann best veit séu þrír til viðbótar farnir í sóttkví. Fyrsta tilfelli kórónuveiru hér á landi var staðfest síðastliðinn föstudag þegar karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna. Í gær greindust svo tveir til viðbótar og í dag hafa síðan sex ný tilfelli bæst við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. 2. mars 2020 16:30 Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Þrjú tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindust til viðbótar í kvöld og eru þau því níu í heildina. Um er að ræða tvær konur og einn karl. Þau eru á fimmtugs- og sextugssaldri. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Af þessum tilfellum hafa tvö tengingu við Norður-Ítalíu en þessir einstaklingar komu til landsins frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn. Unnið er að smitrakningu á þriðja tilfellinu. Níu Íslendingar hafa því greinst með kórónuveiru frá því á föstudaginn síðasta. Allir hinir smituðu eru nú í einangrun á heimilum sínum. Allir sýna hinir smituðu venjuleg einkenni COVID-19 sjúkdómsins en teljast ekki alvarlega veikir. Víðir segir í samtali við Vísi að þessi þrjú nýju tilfelli hafi bæst við í greiningu á um það bil tuttugu sýnum sem gerð var seinnipartinn í dag og fram eftir kvöldi. Unnið er við greiningu sýna til klukkan 20 á kvöldin. Hann segir þá tvo einstaklinga sem komu frá Veróna á laugardaginn hafa farið strax í sóttkví þar sem fundu fyrir einhverjum einkennum. Það eru því allar líkur taldar á því að þeir hafi smitast úti á Ítalíu en ekki hér heima. Um 280 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar og segir Víðir ekki marga bætast við þá tölu vegna nýju tilfellanna; eftir því sem hann best veit séu þrír til viðbótar farnir í sóttkví. Fyrsta tilfelli kórónuveiru hér á landi var staðfest síðastliðinn föstudag þegar karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna. Í gær greindust svo tveir til viðbótar og í dag hafa síðan sex ný tilfelli bæst við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. 2. mars 2020 16:30 Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. 2. mars 2020 16:30
Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36