Guð minn góður! Heiðar Sumarliðason skrifar 3. mars 2020 16:00 Elisabeth Moss skín skært í The Invisible Man. The Invisible Man í leikstjórn Leigh Wannell hefur nú verið tekin til sýningar. Þetta er hrollvekja sem byggir (mjög) lauslega á samnefndri nóvellu H.G. Wells frá árinu 1897. Það veit oftast ekki á gott þegar kvikmynd er gefin út svona snemma á árinu, enda fyrstu tveir mánuðir þess ávallt rólegir hvað varðar kvikmyndaaðsókn. Þá bregða kvikmyndaverin á það ráð að senda frá sér myndir sem ekki er mikil tiltrú á hvað varðar gæði og aðsókn. Þetta árið erum við að sjá myndir á borð við The Turning, The Grudge, Dolittle og Like a Boss fá slæma útreið hjá gagnrýnendum, sem og áhorfendum. The Grudge og The Turning gerðust m.a.s svo frægar að fá meðaleinkunnina F hjá Cinemascore (sem gerir útgangskannanir meðal frumsýningardagsáhorfenda í Bandaríkjunum). Þetta er í fyrsta skiptið sem slík einkunn hefur fengist frá því Cinemascore hóf starfsemi fyrir 34 árum, þannig að ekki byrjaði kvikmyndaárið vel. Ég gerði mér því ekki miklar vonir hvað varðar nýjustu endurlífgun Hollywood á þessum margendurgerða titli hans Wells. Það kom hinsvegar á daginn að áhyggjur mínar voru óþarfar þar sem The Invisble Man er feykisterk ræma. Hér er það fyrrnefndur Wannell sem skrifar handritið og leikstýrir, en það voru handrit hans að Saw-kvikmyndunum sem komu honum á kortið. Í kjölfarið skrifaði hann Insidious-myndirnar og tók við leikstjórataumunum í þriðja kafla þess hrollverkjubálks. Hann sendi svo frá sér kvikmyndina Upgrade árið 2018, þar sem hann var aftur allt í öllu, en hún hlaut prýðilegar viðtökur gagnrýnenda, þó aðsóknin hafi ekki verið neitt sérstök. Kvikmyndin um ósýnilega manninn er því þriðja skiptið sem hann sest bakvið myndavélarnar og hefur hún fengið jafn jákvæðar viðtökur frá stétt enskumælandi kvikmyndarýna og Upgrade. Það sem hefur breyst fyrir Wannell er að áhorfendur hafa skilað sér margfalt betur í kvikmyndahús þetta skiptið. The Invisible Man var mest sótta mynd s.l. helgar í Bandaríkjunum, með tæpar 30 milljónir í tekjur, sem telst mjög gott miðað við þennan árstíma.Ný aðalpersónaMoss beitir fyrir sig hnífnum. Mjög dæmigerð sena í The Invisible Man.Wannell uppfærir söguna ansi ríflega og er persóna ósýnilega mannsins, Adrian Griffin, úr nóvellu H.G Wells alls ekki aðalpersóna myndarinnar, heldur er það eiginkona hans sem hér er sett í forgrunn. Úr verður einskonar samblanda af Sleeping with the Enemy og Terminator 2, með smá slettu af söguþræðinum um Hermine, eiginkonu siðblindingjans Adam, úr norsku þáttunum Exit.Vísindamaðurinn Griffin er enn á sínum stað en hefur hér tekið að sér hlutverk illmennisins. Það er Elisabeth Moss sem leikur Cecile Kass, kúgaða eiginkonu hans, sem tekur á það að ráð að flýja víggirt heimili þeirra til að losna frá undirokun Griffin, sem er siðblindur ofbeldismaður.Vinur systur hennar, vöðvabólgni lögreglumaðurinn James Lanier, skýtur yfir hana skjólshúsi og dvelur hún á heimili hans og unglingsdóttur, í góðu yfirlæti. Hún fær skömmu síðar þær fregnir að eiginmaður hennar hafi framið sjálfsvíg og fer því loks að þora út úr húsi. Ekki er þó allt eins og sýnist og fljótlega fara að gerast óútskýrðir hlutir á heimilinu. Ég er ekki að skemma neitt með því að segja: Já, það er ósýnilegur maður sem byrjar að ásækja hana.Myndin byrjar heldur hægt og þarf að notast við ágenga tónlist og hljóðmynd til að magna upp andrúmsloftið á meðan lítið er í gangi á tjaldinu. Þessi hægagangur er þó aðeins til að gera framvinduna þeim mun áhrifameiri, því sagan tekur svo við sér og úr verður prýðilegasta hrollvekja.Elisabeth Moss er algjör stjarnaÓsýnilega maðurinn í samnefndri kvikmynd frá árinu 1933.Í The Invisible Man fylgjumst við með konu sem er að flýja ofbeldi, líkt og persóna Juliu Roberts í Sleeping With the Enemy, en hér er gengið lengra í hrollvekju-mögnuninni. Það áhrifamesta er hvernig Wannell færir hinn hversdagslega hrylling, sem heimilisofbeldi er, í vísindaskáldskaparbúning.Helsta áskorunin sem mætir Wannell er að persóna Moss er mikið ein en hann nær að leysa það snoturlega. Á stundum hugsaði ég með mér hvert sagan gæti í raun farið, því mér fannst ekki svo margir vegir færir en Wannell leysti verkefnið af stakri prýði. Leikstjórinn vann sér fljótlega inn traust mitt og í hægari köflunum var ég ávallt viss um að hann myndi koma mér hressilega á óvart áður en langt um liði. Hann náði m.a.s. að koma mér svo mikið á óvart í einni eftirminnilegustu senu myndarinnar að ég sagði upphátt: Guð minn góður! Ég get með sanni sagt að þetta sé í fyrsta sinn sem ég hef talað upphátt vegna einhvers sem gerist á kvikmyndahússtjaldi.Það eru engir sénsar teknir þegar kemur að vali á leikkonu í aðalhlutverkið. Að mörgu leyti stendur myndin og fellur með Elisabeth Moss, en hún er svo þaulreynd í hlutverkum sem þessum að hún var alltaf að fara að skila frábærri frammistöðu. Hún hefur á undanförnu árum náð að koma sér á kortið sem ein eftirsóttasta leikkona Hollywood, eftir að hafa eytt töluverðum tíma í minni rullum í kvikmyndum og sjónvarpi. Það var í raun ekki fyrr en hún nældi sér í aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum The Handmaid´s Tale sem hún virkilega náði að festa sig í sessi á A-lista Hollywood og það er vonandi að fólkinu þar beri gæfa til að halda áfram að setja hana í almennilegar myndir.Niðurstaða: Fjórar stjörnur.Guði sé lof, góð kvikmynd í lok febrúar. The Invisible Man er spennandi endurlífgun á nóvellu H.G. Wells. Myndin gengur að mestu leyti upp, þó svo rökvísin sé stundum strekkt heldur langt. T.d. þótti mér lokasenan eilítið fölsk nóta í annars vel spiluðu verki. Hún var þó ekki svo fölsk að hún eyðilegði fyrir mér upplifunina og því óhætt að mæla með The Invisible Man fyrir aðdáendur góðra hrollvekja/trylla/vísindaskáldsagna.Hér er hægt að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar við leikarann Bjartmar Þórðarson um The Invisible Man úr útvarpsþættinum Stjörnubíói, sem er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00. Stjörnubíó Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
The Invisible Man í leikstjórn Leigh Wannell hefur nú verið tekin til sýningar. Þetta er hrollvekja sem byggir (mjög) lauslega á samnefndri nóvellu H.G. Wells frá árinu 1897. Það veit oftast ekki á gott þegar kvikmynd er gefin út svona snemma á árinu, enda fyrstu tveir mánuðir þess ávallt rólegir hvað varðar kvikmyndaaðsókn. Þá bregða kvikmyndaverin á það ráð að senda frá sér myndir sem ekki er mikil tiltrú á hvað varðar gæði og aðsókn. Þetta árið erum við að sjá myndir á borð við The Turning, The Grudge, Dolittle og Like a Boss fá slæma útreið hjá gagnrýnendum, sem og áhorfendum. The Grudge og The Turning gerðust m.a.s svo frægar að fá meðaleinkunnina F hjá Cinemascore (sem gerir útgangskannanir meðal frumsýningardagsáhorfenda í Bandaríkjunum). Þetta er í fyrsta skiptið sem slík einkunn hefur fengist frá því Cinemascore hóf starfsemi fyrir 34 árum, þannig að ekki byrjaði kvikmyndaárið vel. Ég gerði mér því ekki miklar vonir hvað varðar nýjustu endurlífgun Hollywood á þessum margendurgerða titli hans Wells. Það kom hinsvegar á daginn að áhyggjur mínar voru óþarfar þar sem The Invisble Man er feykisterk ræma. Hér er það fyrrnefndur Wannell sem skrifar handritið og leikstýrir, en það voru handrit hans að Saw-kvikmyndunum sem komu honum á kortið. Í kjölfarið skrifaði hann Insidious-myndirnar og tók við leikstjórataumunum í þriðja kafla þess hrollverkjubálks. Hann sendi svo frá sér kvikmyndina Upgrade árið 2018, þar sem hann var aftur allt í öllu, en hún hlaut prýðilegar viðtökur gagnrýnenda, þó aðsóknin hafi ekki verið neitt sérstök. Kvikmyndin um ósýnilega manninn er því þriðja skiptið sem hann sest bakvið myndavélarnar og hefur hún fengið jafn jákvæðar viðtökur frá stétt enskumælandi kvikmyndarýna og Upgrade. Það sem hefur breyst fyrir Wannell er að áhorfendur hafa skilað sér margfalt betur í kvikmyndahús þetta skiptið. The Invisible Man var mest sótta mynd s.l. helgar í Bandaríkjunum, með tæpar 30 milljónir í tekjur, sem telst mjög gott miðað við þennan árstíma.Ný aðalpersónaMoss beitir fyrir sig hnífnum. Mjög dæmigerð sena í The Invisible Man.Wannell uppfærir söguna ansi ríflega og er persóna ósýnilega mannsins, Adrian Griffin, úr nóvellu H.G Wells alls ekki aðalpersóna myndarinnar, heldur er það eiginkona hans sem hér er sett í forgrunn. Úr verður einskonar samblanda af Sleeping with the Enemy og Terminator 2, með smá slettu af söguþræðinum um Hermine, eiginkonu siðblindingjans Adam, úr norsku þáttunum Exit.Vísindamaðurinn Griffin er enn á sínum stað en hefur hér tekið að sér hlutverk illmennisins. Það er Elisabeth Moss sem leikur Cecile Kass, kúgaða eiginkonu hans, sem tekur á það að ráð að flýja víggirt heimili þeirra til að losna frá undirokun Griffin, sem er siðblindur ofbeldismaður.Vinur systur hennar, vöðvabólgni lögreglumaðurinn James Lanier, skýtur yfir hana skjólshúsi og dvelur hún á heimili hans og unglingsdóttur, í góðu yfirlæti. Hún fær skömmu síðar þær fregnir að eiginmaður hennar hafi framið sjálfsvíg og fer því loks að þora út úr húsi. Ekki er þó allt eins og sýnist og fljótlega fara að gerast óútskýrðir hlutir á heimilinu. Ég er ekki að skemma neitt með því að segja: Já, það er ósýnilegur maður sem byrjar að ásækja hana.Myndin byrjar heldur hægt og þarf að notast við ágenga tónlist og hljóðmynd til að magna upp andrúmsloftið á meðan lítið er í gangi á tjaldinu. Þessi hægagangur er þó aðeins til að gera framvinduna þeim mun áhrifameiri, því sagan tekur svo við sér og úr verður prýðilegasta hrollvekja.Elisabeth Moss er algjör stjarnaÓsýnilega maðurinn í samnefndri kvikmynd frá árinu 1933.Í The Invisible Man fylgjumst við með konu sem er að flýja ofbeldi, líkt og persóna Juliu Roberts í Sleeping With the Enemy, en hér er gengið lengra í hrollvekju-mögnuninni. Það áhrifamesta er hvernig Wannell færir hinn hversdagslega hrylling, sem heimilisofbeldi er, í vísindaskáldskaparbúning.Helsta áskorunin sem mætir Wannell er að persóna Moss er mikið ein en hann nær að leysa það snoturlega. Á stundum hugsaði ég með mér hvert sagan gæti í raun farið, því mér fannst ekki svo margir vegir færir en Wannell leysti verkefnið af stakri prýði. Leikstjórinn vann sér fljótlega inn traust mitt og í hægari köflunum var ég ávallt viss um að hann myndi koma mér hressilega á óvart áður en langt um liði. Hann náði m.a.s. að koma mér svo mikið á óvart í einni eftirminnilegustu senu myndarinnar að ég sagði upphátt: Guð minn góður! Ég get með sanni sagt að þetta sé í fyrsta sinn sem ég hef talað upphátt vegna einhvers sem gerist á kvikmyndahússtjaldi.Það eru engir sénsar teknir þegar kemur að vali á leikkonu í aðalhlutverkið. Að mörgu leyti stendur myndin og fellur með Elisabeth Moss, en hún er svo þaulreynd í hlutverkum sem þessum að hún var alltaf að fara að skila frábærri frammistöðu. Hún hefur á undanförnu árum náð að koma sér á kortið sem ein eftirsóttasta leikkona Hollywood, eftir að hafa eytt töluverðum tíma í minni rullum í kvikmyndum og sjónvarpi. Það var í raun ekki fyrr en hún nældi sér í aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum The Handmaid´s Tale sem hún virkilega náði að festa sig í sessi á A-lista Hollywood og það er vonandi að fólkinu þar beri gæfa til að halda áfram að setja hana í almennilegar myndir.Niðurstaða: Fjórar stjörnur.Guði sé lof, góð kvikmynd í lok febrúar. The Invisible Man er spennandi endurlífgun á nóvellu H.G. Wells. Myndin gengur að mestu leyti upp, þó svo rökvísin sé stundum strekkt heldur langt. T.d. þótti mér lokasenan eilítið fölsk nóta í annars vel spiluðu verki. Hún var þó ekki svo fölsk að hún eyðilegði fyrir mér upplifunina og því óhætt að mæla með The Invisible Man fyrir aðdáendur góðra hrollvekja/trylla/vísindaskáldsagna.Hér er hægt að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar við leikarann Bjartmar Þórðarson um The Invisible Man úr útvarpsþættinum Stjörnubíói, sem er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00.
Stjörnubíó Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira