Nýtt heimsátak í jafnréttisbaráttunni: Jafnréttiskynslóðin Heimsljós kynnir 9. mars 2020 10:15 Vatnsberar í Mósambík. gunnisal UN Women hefur hleypt af stokkunum nýju heimsátaki með yfirskriftinni: Jafnréttiskynslóðin (Generation Equality). Markmið átaksins er að leiða saman ríkisstjórnir, einkageirann og frjáls félagasamtök í sex aðgerðabandalög (Action Coalitions) sem meti hvað hefur áunnist frá því að Pekingáætlunin var samþykkt meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og finna leiðir sem koma í veg fyrir að konum og stúlkum sé mismunað á grundvelli kyns. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women, sem gefin er út í tilefni af því að aldarfjórðungur er liðinn frá Pekingsáttmálunum, segir að vissulega hafi orðið framfarir á réttindum kvenna og stúlkna á þessu tímabili, til dæmis hafi tilfellum mæðradauða fækkað um 38% á síðustu tuttugu árum. Alls hafi 131 þjóð gert lagalegar umbætur til að stuðla frekar að kynjajafnrétti. „Í dag eru lög varðandi heimililsofbeldi til staðar í yfir 75% ríkja heimsins. Fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr og fjöldi þingkvenna á heimsvísu hefur tvöfaldast,“ segir í frétt UN Women á Íslandi um skýrsluna. UN Women segir að hins vegar hafi framfarir á réttindum kvenna verið alltof hægar og þau réttindi sem hart hefur verið barist fyrir séu í bráðri hættu. Öll lönd heims standi frammi fyrir miklum áskorunum. Skýrslan – „Stöðumat á réttindum kvenna 25 árum eftir Peking“ (Women's Rights in Review 25 years after Beijing) – er yfirgripsmikil úttekt á framkvæmdaáætlun Peking sáttmálans sem samþykktur var á kvennaráðstefnu SÞ í Peking 1995, tólf liða aðgerðaáætlun til að bæta stöðu kvenna í heiminum. „Enn er Peking sáttmálinn framsæknasta áætlun okkar tíma um hvernig beri að koma á raunverulegu jafnrétti og rétta stöðu kvenna. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að markmiðum sáttmálans hefur ekki verið náð og svo virðist sem heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna helst óbreyttur. UN Women biðlar því til stjórnvalda, almennings og einkageirans að endurvekja hina framsýnu áætlun Peking-sáttmálans og finna umbyltandi lausnir í þágu kvenna, stúlkna og okkar allra.,“ segir í fréttinni. „Í ár eru 25 ár liðin síðan Peking-sáttmálinn var samþykktur og þar með opnuðust augu heimsbyggðarinnar fyrir bágri stöðu og réttindum kvenna og stúlkna um allan heim. Í dag, meira en tveimur áratugum eftir að þessi framsýni sáttmáli um valdeflingu kvenna og stúlkna var samþykktur, skorar UN Women, á stjórnvöld, samfélög og valdhafa þvert á aldur og kyn, að standa við þau loforð sem Peking-sáttmálinn kveður á um með alheimsátakinu, Jafnréttiskynslóðin (Genderation Equality),“ segir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women.Sjá einnig frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um Jafnréttiskynslóðina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent
UN Women hefur hleypt af stokkunum nýju heimsátaki með yfirskriftinni: Jafnréttiskynslóðin (Generation Equality). Markmið átaksins er að leiða saman ríkisstjórnir, einkageirann og frjáls félagasamtök í sex aðgerðabandalög (Action Coalitions) sem meti hvað hefur áunnist frá því að Pekingáætlunin var samþykkt meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og finna leiðir sem koma í veg fyrir að konum og stúlkum sé mismunað á grundvelli kyns. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women, sem gefin er út í tilefni af því að aldarfjórðungur er liðinn frá Pekingsáttmálunum, segir að vissulega hafi orðið framfarir á réttindum kvenna og stúlkna á þessu tímabili, til dæmis hafi tilfellum mæðradauða fækkað um 38% á síðustu tuttugu árum. Alls hafi 131 þjóð gert lagalegar umbætur til að stuðla frekar að kynjajafnrétti. „Í dag eru lög varðandi heimililsofbeldi til staðar í yfir 75% ríkja heimsins. Fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr og fjöldi þingkvenna á heimsvísu hefur tvöfaldast,“ segir í frétt UN Women á Íslandi um skýrsluna. UN Women segir að hins vegar hafi framfarir á réttindum kvenna verið alltof hægar og þau réttindi sem hart hefur verið barist fyrir séu í bráðri hættu. Öll lönd heims standi frammi fyrir miklum áskorunum. Skýrslan – „Stöðumat á réttindum kvenna 25 árum eftir Peking“ (Women's Rights in Review 25 years after Beijing) – er yfirgripsmikil úttekt á framkvæmdaáætlun Peking sáttmálans sem samþykktur var á kvennaráðstefnu SÞ í Peking 1995, tólf liða aðgerðaáætlun til að bæta stöðu kvenna í heiminum. „Enn er Peking sáttmálinn framsæknasta áætlun okkar tíma um hvernig beri að koma á raunverulegu jafnrétti og rétta stöðu kvenna. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að markmiðum sáttmálans hefur ekki verið náð og svo virðist sem heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna helst óbreyttur. UN Women biðlar því til stjórnvalda, almennings og einkageirans að endurvekja hina framsýnu áætlun Peking-sáttmálans og finna umbyltandi lausnir í þágu kvenna, stúlkna og okkar allra.,“ segir í fréttinni. „Í ár eru 25 ár liðin síðan Peking-sáttmálinn var samþykktur og þar með opnuðust augu heimsbyggðarinnar fyrir bágri stöðu og réttindum kvenna og stúlkna um allan heim. Í dag, meira en tveimur áratugum eftir að þessi framsýni sáttmáli um valdeflingu kvenna og stúlkna var samþykktur, skorar UN Women, á stjórnvöld, samfélög og valdhafa þvert á aldur og kyn, að standa við þau loforð sem Peking-sáttmálinn kveður á um með alheimsátakinu, Jafnréttiskynslóðin (Genderation Equality),“ segir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women.Sjá einnig frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um Jafnréttiskynslóðina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent