Staðan langverst hjá yngsta aldurshópnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:32 Atvinnuleysi hefur aukist gríðarlega hjá fólki á aldrinum 16-24 ára en það mældist 17,7% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sjá meira
Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sjá meira
Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29
Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48
Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51