Styrkur til Aurora velgerðarsjóðs vegna leirkeraverkstæðis í Sierrra Leone Heimsljós 20. ágúst 2020 11:03 Aurora velgerðarsjóður Aurora velgerðarsjóður hefur á síðustu misserum byggt upp ásamt samstarfsaðilum leirkeraverkstæði rétt fyrir utan Freetown, höfuðborg Síerra Leone, í þeim tilgangi að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu leirmuna. Þar hefur einnig verið settur á laggirnar skóli þar sem nemendur læra að verða leirkerasmiðir. Utanríkisráðuneytið skrifaði á dögunum undir samning við sjóðinn um samfjármögnun til frekari uppbyggingar á verkstæðinu, Lettie Stuart Pottery (LSP). Verkefnið kallast Handleiðsla og felur í sér fyrstu skrefin í sjálfbærum rekstri leirkeraverkstæðisins. „Með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu fær Aurora liðsinni tveggja frábærra leirkerasmiða, Guðbjörgu Káradóttur og Péter Korompai, sem koma til með að dvelja á verkstæðinu samanlagt í þrjá mánuði við handleiðslu og rannsóknir,“ segir Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri sjóðsins. Hún segir að þau hafi bæði áður unnið fyrir Auroru, veitt mikilvægan stuðning við að koma verkstæðinu á laggirnar og aðstoðað við keramikskólann. „Að gera LSP að sjálfbæru verkstæði til framtíðar, sem getur haldið áfram að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu leirmuna er lóð á vogarskálina á móti gífurlegu atvinnuleysi sem er landlægt í Sierra Leone. Hráefni til framleiðslu og eftirspurn eru til staðar og svigrúm fyrir mun fleiri starfandi leirkerasmiði í landinu. Með því að styrkja stoðir LSP eykst fjölbreytni í iðnaði og handverki og tækifæri skapast fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum og sjá sér farborða til framtíðar. Með þessu verkefni er komið inn á fjölmörg heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna, einkum markmið 4, 8 og 9 um menntun fyrir alla, góða atvinnu og hagvöxt og nýsköpun og uppbyggingu,“ segir Regína. Leirkeraverkstæðið er að sögn hennar mjög einstakt og ekki mörg verkstæði í Afríku sem státa af getu til hábrennslu og þekkingu heimamanna til að búa til góða keramikvöru. „Þetta verkefni er því ekki einungis atvinnuskapandi og áhugavert að því leyti heldur er einnig verið að ýta undir að varðveita handverk og þekkingu í landinu og taka hana á næsta stig. Vörur eru handunnar í Sierra Leone úr hráefni frá nærumhverfinu og eiga því mikið markaðstækifæri á heimsvísu núna þegar kröfur um sjálfbærni og uppruna handverks verða stöðugt háværari. Því er við að bæta að hægt er að kaupa vörur framleiddar á verkstæðinu á Íslandi. Hönnunin er íslensk en munirnir alfarið framleiddir í Sierra Leone.“ Sierra Leone Adult Education Association (SLADEA) er samstarfsaðili Auroru í Sierra Leone og rekur verkstæðið. Verkefnið er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og var umsóknarfrestur var til 31. mars. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Aurora velgerðarsjóður hefur á síðustu misserum byggt upp ásamt samstarfsaðilum leirkeraverkstæði rétt fyrir utan Freetown, höfuðborg Síerra Leone, í þeim tilgangi að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu leirmuna. Þar hefur einnig verið settur á laggirnar skóli þar sem nemendur læra að verða leirkerasmiðir. Utanríkisráðuneytið skrifaði á dögunum undir samning við sjóðinn um samfjármögnun til frekari uppbyggingar á verkstæðinu, Lettie Stuart Pottery (LSP). Verkefnið kallast Handleiðsla og felur í sér fyrstu skrefin í sjálfbærum rekstri leirkeraverkstæðisins. „Með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu fær Aurora liðsinni tveggja frábærra leirkerasmiða, Guðbjörgu Káradóttur og Péter Korompai, sem koma til með að dvelja á verkstæðinu samanlagt í þrjá mánuði við handleiðslu og rannsóknir,“ segir Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri sjóðsins. Hún segir að þau hafi bæði áður unnið fyrir Auroru, veitt mikilvægan stuðning við að koma verkstæðinu á laggirnar og aðstoðað við keramikskólann. „Að gera LSP að sjálfbæru verkstæði til framtíðar, sem getur haldið áfram að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu leirmuna er lóð á vogarskálina á móti gífurlegu atvinnuleysi sem er landlægt í Sierra Leone. Hráefni til framleiðslu og eftirspurn eru til staðar og svigrúm fyrir mun fleiri starfandi leirkerasmiði í landinu. Með því að styrkja stoðir LSP eykst fjölbreytni í iðnaði og handverki og tækifæri skapast fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum og sjá sér farborða til framtíðar. Með þessu verkefni er komið inn á fjölmörg heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna, einkum markmið 4, 8 og 9 um menntun fyrir alla, góða atvinnu og hagvöxt og nýsköpun og uppbyggingu,“ segir Regína. Leirkeraverkstæðið er að sögn hennar mjög einstakt og ekki mörg verkstæði í Afríku sem státa af getu til hábrennslu og þekkingu heimamanna til að búa til góða keramikvöru. „Þetta verkefni er því ekki einungis atvinnuskapandi og áhugavert að því leyti heldur er einnig verið að ýta undir að varðveita handverk og þekkingu í landinu og taka hana á næsta stig. Vörur eru handunnar í Sierra Leone úr hráefni frá nærumhverfinu og eiga því mikið markaðstækifæri á heimsvísu núna þegar kröfur um sjálfbærni og uppruna handverks verða stöðugt háværari. Því er við að bæta að hægt er að kaupa vörur framleiddar á verkstæðinu á Íslandi. Hönnunin er íslensk en munirnir alfarið framleiddir í Sierra Leone.“ Sierra Leone Adult Education Association (SLADEA) er samstarfsaðili Auroru í Sierra Leone og rekur verkstæðið. Verkefnið er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og var umsóknarfrestur var til 31. mars. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent