Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. febrúar 2020 21:30 Allir sex sem sinna þrifum í Réttarholtsskóla eru í Eflingu og hefur verkfallið því mikil áhrif á skólastarf. Víða í skólanum er farið að sjá að ekki hafi verið þrifið lengi til dæmis á salernum. Vísir/Egill Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur. „Ástandið er ekki gott. Við þurftum að loka skólanum í dag. Hér eru starfandi sex starfsmenn sem eru innan Eflinga og eru í verkfalli þeir sjá um öll þrif á skólanum. Þannig að eftir þrjá daga með 450 manns í húsi þá fer staðurinn að láta á sjá. Þannig að við töldum best að loka í dag,“ segir Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla. Hún segir mest mæða á salernum þar sem staðan sé slæm og á matsalnum. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla segir óvíst hvenær nemendur komast aftur í skólann.Vísir/Egill Margrét er sú eina í skólanum sem má ganga í störf Eflingarfólks í verkfalli. Hún hefur hingað til séð um að taka til í matsalnum. „Þannig ég hef staðið vaktina í hádeginu og gengið frá eftir hádegismat,“ segir Margrét. Áhrifa verkfallsins gætir í fleiri skólum þar sem mörg börn hafa þurft að koma með nesti síðustu daga. Þá er misjafnt hversu vel gengur að halda skólunum hreinum þar sem Eflingarfólk sér um þrif í mörgum þeirra. Í Grandaskóla hefur aðeins tekist að halda hluta skólans í horfinu og því er bara hægt að taka á móti hluta nemenda á morgun og næstu daga. Fleiri skólar sjá fram á að þurfa að fara sömu leið ef ekki tekst að leysa kjaradeiluna á næstunni og skerða skólastarf. Margrét segir óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. „Við munum upplýsa foreldra á morgun hver endanleg niðurstaða verður með næstu viku en það er svona í burðarliðnum að bjóða 10. bekk upp á kennslu hér bóklega. Allavega þrjá daga í næstu viku og hugsanlega eitthvað 9. bekk og svo einhverskonar fjarnám,“ segir Margrét. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur. „Ástandið er ekki gott. Við þurftum að loka skólanum í dag. Hér eru starfandi sex starfsmenn sem eru innan Eflinga og eru í verkfalli þeir sjá um öll þrif á skólanum. Þannig að eftir þrjá daga með 450 manns í húsi þá fer staðurinn að láta á sjá. Þannig að við töldum best að loka í dag,“ segir Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla. Hún segir mest mæða á salernum þar sem staðan sé slæm og á matsalnum. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla segir óvíst hvenær nemendur komast aftur í skólann.Vísir/Egill Margrét er sú eina í skólanum sem má ganga í störf Eflingarfólks í verkfalli. Hún hefur hingað til séð um að taka til í matsalnum. „Þannig ég hef staðið vaktina í hádeginu og gengið frá eftir hádegismat,“ segir Margrét. Áhrifa verkfallsins gætir í fleiri skólum þar sem mörg börn hafa þurft að koma með nesti síðustu daga. Þá er misjafnt hversu vel gengur að halda skólunum hreinum þar sem Eflingarfólk sér um þrif í mörgum þeirra. Í Grandaskóla hefur aðeins tekist að halda hluta skólans í horfinu og því er bara hægt að taka á móti hluta nemenda á morgun og næstu daga. Fleiri skólar sjá fram á að þurfa að fara sömu leið ef ekki tekst að leysa kjaradeiluna á næstunni og skerða skólastarf. Margrét segir óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. „Við munum upplýsa foreldra á morgun hver endanleg niðurstaða verður með næstu viku en það er svona í burðarliðnum að bjóða 10. bekk upp á kennslu hér bóklega. Allavega þrjá daga í næstu viku og hugsanlega eitthvað 9. bekk og svo einhverskonar fjarnám,“ segir Margrét.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira