Tónlistarbrú milli Íslands og Rússlands Alexandra Chernyshova & Russian Souvenir kynna 25. febrúar 2020 09:45 Alexandra Chernyshova sópransöngkona, tónskáld og kennari stofnaði Russian Souvenir til að kynna klassíska tónlistarmenningu Íslands og Rússlands. Tónleikar tileinkaðir rússneska ljóðskáldinu Alexander Pushkin fara fram í Hörpu laugardaginn 29. febrúar. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, Russian Souvenir, sem stofnuð var árið 2016 af óperusöngkonunni Alexöndru Chernyshovu. Hún hefur verið búsett hér á landi hátt í tuttugu ár og er umhugað um að kynna tónlistarmenningu hvorrar þjóðar fyrir hinni. Hún hefur staðið fyrir á þriðja tug viðburða í tengslum við Russian Souvenir, á Íslandi og í Rússlandi. „Russian Souvenir myndar tónlistarbrú milli landanna tveggja og verða tónleikarnir í Hörpu tuttugasta og sjöunda verkefnið okkar. Rússneska sendiráðið á Íslandi er styrktaraðili Russian Souvenir ásamt Menningarsjóði FÍH,“ útskýrir Alexandra. „Hugmyndin að Russian Souvenir kviknaði fyrir fjórum árum, út frá vináttunni og út frá ástinni á rússneskri og íslenskri klassískri tónlist en verkefnið gengur út á að vekja áhuga og forvitni hjá íslenskum og rússneskum áheyrendum og gefa þeim tækifæri á að fræðast um tónlist landanna tveggja og kynnast annarri menningu. Á tónleikunum í Hörpu munum við flytja gamlar og nýjar rússneskar perlur og einnig munum við frumflytja sjö rómönsur eftir tónskáldið Antoniu Rostovskuju við ljóð Puskin, sem Antonia skrifaði fyrir mína rödd. Katie Buckley leikur undir á hörpu.“ Í viðburðum Russian Souvenir á Íslandi er rússnesk tónlist í forgrunni en íslensk tónlist þegar viðburðir fara fram í Rússlandi. Í sumar sem leið stóð Alexandra fyrir tónleikum í Pétursborg, Russian Souvenir: introducing Iceland, og komu fram bæði íslenskir og rússneskir listamenn. „Flytjendur á tónleikunum í Pétursborg, auk mín voru Gerður Bolladóttir, sópran og tónskáld og Sergei Telenkov, flottur bassi-baritón frá Moskvu sem gerði sér lítið fyrir og söng á íslensku á tónleikunum. Við flygilinn var Kjartan Valdemarsson. Tónleikunum fylgdi einnig falleg ljósmyndasýning eftir Jón R. Hilmarsson, Iceland-Beyond Expectations,“ útskýrir Alexandra. Féll fyrir Íslendingi og stofnaði Óperu Skagafjarðar Ástin teymdi Alexöndru til Íslands og hér hefur hún bæði skapað og flutt tónlist áður en hún tók til við tónsmíðar. „Ég kynntist manninum mínum, Jóni Rúnari Hilmarssyni á Spáni og flutti með honum til Íslands fyrir sautján árum. Ég er lærð óperusöngkona og kennari, fædd í Kænugarði en foreldrar mínir eru frá Úkraínu og Rússlandi, pabbi er lögfræðingur og mamma prófessor í kennslufræðum við Háskólann í Pétursborg. Fyrstu árin á Íslandi bjó ég í Skagafirði og árið 2007 var mikið ævintýraár hjá mér en þá stofnaði ég Óperu Skagafjarðar og Söngskóla Alexöndru. Ópera Skagafjarðar setti alls fimm óperur á svið með frábærum árangri og stúlknakór söngskólans tók þátt í þremur alþjóðlegum tónlistarverkefnum,“ segir Alexandra.Skrifaði óperuna Skáldið og biskupsdóttirin„Á meðan ég bjó í Skagafirði skráði ég mig í alþjóðlegt Meistaranám í nýsköpun í tónlist við Listaháskóla Íslands. Þar með fór boltinn að rúlla í tónskáldaáttina hjá mér því þó ég hafi fengið stórar viðurkenningar á unga aldri fyrir tónsmíðar hafði ég aldrei lagt þær almennilega fyrir mig. Árið 2013 skrifaði ég mína fyrstu óperu, Skáldið og biskupsdóttirin, við handrit vinkonu minnar, leikkonunnar og leikstjórans Guðrúnar Ásmundsdóttur,“ segir Alexandra. Óperan var frumflutt hér á Íslandi í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit og einnig flutt í Rússlandi. „Við fluttum hana í Moskvu í Tónlistarakademíunni Gnessin og svo í Kiev Tónlistarakademíunni Glier. Einnig söng ég aríur úr óperunni á tónleikunum í Japan, Danmörku og í Noregi og alls staðar fengum við frábærar viðtökur,“ segir Alexandra og tónsmíðaboltinn heldur áfram að rúlla. „Þegar við eignuðumst okkar þriðja barn fór mig að langa til að skrifa eitthvað skemmtilegt fyrir börn. Í framhaldinu fæddist óperuballettinn Ævintýrið um Norðurljósin, fyrir börn og fullorðna. Ballettinn var frumsýndur í Norðurljósasal Hörpu árið 2018. Þessa dagana er ég að vinna að minni þriðju óperu ásamt því að undirbúa tónleikana á laugardaginn. Ég hvet fólk til að koma á þennan fallega viðburð og kynnast rússneskri tónlistarmenningu,“ segir Alexandra. Nánar má kynna sér verk Alexöndru á heimsíðu hennar. Og á youtube. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Russian Souvenir. Menning Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira
Tónleikar tileinkaðir rússneska ljóðskáldinu Alexander Pushkin fara fram í Hörpu laugardaginn 29. febrúar. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, Russian Souvenir, sem stofnuð var árið 2016 af óperusöngkonunni Alexöndru Chernyshovu. Hún hefur verið búsett hér á landi hátt í tuttugu ár og er umhugað um að kynna tónlistarmenningu hvorrar þjóðar fyrir hinni. Hún hefur staðið fyrir á þriðja tug viðburða í tengslum við Russian Souvenir, á Íslandi og í Rússlandi. „Russian Souvenir myndar tónlistarbrú milli landanna tveggja og verða tónleikarnir í Hörpu tuttugasta og sjöunda verkefnið okkar. Rússneska sendiráðið á Íslandi er styrktaraðili Russian Souvenir ásamt Menningarsjóði FÍH,“ útskýrir Alexandra. „Hugmyndin að Russian Souvenir kviknaði fyrir fjórum árum, út frá vináttunni og út frá ástinni á rússneskri og íslenskri klassískri tónlist en verkefnið gengur út á að vekja áhuga og forvitni hjá íslenskum og rússneskum áheyrendum og gefa þeim tækifæri á að fræðast um tónlist landanna tveggja og kynnast annarri menningu. Á tónleikunum í Hörpu munum við flytja gamlar og nýjar rússneskar perlur og einnig munum við frumflytja sjö rómönsur eftir tónskáldið Antoniu Rostovskuju við ljóð Puskin, sem Antonia skrifaði fyrir mína rödd. Katie Buckley leikur undir á hörpu.“ Í viðburðum Russian Souvenir á Íslandi er rússnesk tónlist í forgrunni en íslensk tónlist þegar viðburðir fara fram í Rússlandi. Í sumar sem leið stóð Alexandra fyrir tónleikum í Pétursborg, Russian Souvenir: introducing Iceland, og komu fram bæði íslenskir og rússneskir listamenn. „Flytjendur á tónleikunum í Pétursborg, auk mín voru Gerður Bolladóttir, sópran og tónskáld og Sergei Telenkov, flottur bassi-baritón frá Moskvu sem gerði sér lítið fyrir og söng á íslensku á tónleikunum. Við flygilinn var Kjartan Valdemarsson. Tónleikunum fylgdi einnig falleg ljósmyndasýning eftir Jón R. Hilmarsson, Iceland-Beyond Expectations,“ útskýrir Alexandra. Féll fyrir Íslendingi og stofnaði Óperu Skagafjarðar Ástin teymdi Alexöndru til Íslands og hér hefur hún bæði skapað og flutt tónlist áður en hún tók til við tónsmíðar. „Ég kynntist manninum mínum, Jóni Rúnari Hilmarssyni á Spáni og flutti með honum til Íslands fyrir sautján árum. Ég er lærð óperusöngkona og kennari, fædd í Kænugarði en foreldrar mínir eru frá Úkraínu og Rússlandi, pabbi er lögfræðingur og mamma prófessor í kennslufræðum við Háskólann í Pétursborg. Fyrstu árin á Íslandi bjó ég í Skagafirði og árið 2007 var mikið ævintýraár hjá mér en þá stofnaði ég Óperu Skagafjarðar og Söngskóla Alexöndru. Ópera Skagafjarðar setti alls fimm óperur á svið með frábærum árangri og stúlknakór söngskólans tók þátt í þremur alþjóðlegum tónlistarverkefnum,“ segir Alexandra.Skrifaði óperuna Skáldið og biskupsdóttirin„Á meðan ég bjó í Skagafirði skráði ég mig í alþjóðlegt Meistaranám í nýsköpun í tónlist við Listaháskóla Íslands. Þar með fór boltinn að rúlla í tónskáldaáttina hjá mér því þó ég hafi fengið stórar viðurkenningar á unga aldri fyrir tónsmíðar hafði ég aldrei lagt þær almennilega fyrir mig. Árið 2013 skrifaði ég mína fyrstu óperu, Skáldið og biskupsdóttirin, við handrit vinkonu minnar, leikkonunnar og leikstjórans Guðrúnar Ásmundsdóttur,“ segir Alexandra. Óperan var frumflutt hér á Íslandi í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit og einnig flutt í Rússlandi. „Við fluttum hana í Moskvu í Tónlistarakademíunni Gnessin og svo í Kiev Tónlistarakademíunni Glier. Einnig söng ég aríur úr óperunni á tónleikunum í Japan, Danmörku og í Noregi og alls staðar fengum við frábærar viðtökur,“ segir Alexandra og tónsmíðaboltinn heldur áfram að rúlla. „Þegar við eignuðumst okkar þriðja barn fór mig að langa til að skrifa eitthvað skemmtilegt fyrir börn. Í framhaldinu fæddist óperuballettinn Ævintýrið um Norðurljósin, fyrir börn og fullorðna. Ballettinn var frumsýndur í Norðurljósasal Hörpu árið 2018. Þessa dagana er ég að vinna að minni þriðju óperu ásamt því að undirbúa tónleikana á laugardaginn. Ég hvet fólk til að koma á þennan fallega viðburð og kynnast rússneskri tónlistarmenningu,“ segir Alexandra. Nánar má kynna sér verk Alexöndru á heimsíðu hennar. Og á youtube. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Russian Souvenir.
Menning Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira