Mælir með að sveitarstjórn veiti framkvæmdaleyfi um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2020 16:30 Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Með þeirri veglínu færist Vestfjarðavegur af tveimur hálsum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi, og liggur í staðinn um láglendi. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um leyfi fyrir Vestfjarðavegi samkvæmt leið Þ-H, það er um Teigsskóg. Tveir nefndarmenn af þremur, þau Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Eiríkur Kristjánsson, samþykktu að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar en Ingimar Ingimarsson oddviti sat hjá. Í fundargerð kemur fram að umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi, sem dagsett er 16. desember 2019, fylgi hönnunargögn og aðrar upplýsingar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. „Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar í austanverðum Djúpafirði og endurbyggingu Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku fyrir framkvæmdirnar. Lagðar eru fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps um framkvæmdaleyfisumsókn. Brugðist hefur verið við umsögnum með tillögum að frekari skilmálum fyrir framkvæmdum,“ segir í fundargerð nefndarinnar. Þar segir ennfremur að framkvæmdir séu í samræmi við Aðalskipulag Reykhólahrepps og gögn uppfylli þær kvaðir sem komi fram í reglugerð um framkvæmdaleyfi. Líklegt þykir að sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykki framkvæmdaleyfið á fundi sínum næstkomandi þriðjudag. Sú ákvörðun er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri vonaðist til þess í viðtali 22. janúar 2019, þegar Reykhólahreppur samþykkti Teigsskógarleiðina, að framkvæmdir gætu hafist á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26 Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli. 16. desember 2019 19:56 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um leyfi fyrir Vestfjarðavegi samkvæmt leið Þ-H, það er um Teigsskóg. Tveir nefndarmenn af þremur, þau Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Eiríkur Kristjánsson, samþykktu að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar en Ingimar Ingimarsson oddviti sat hjá. Í fundargerð kemur fram að umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi, sem dagsett er 16. desember 2019, fylgi hönnunargögn og aðrar upplýsingar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. „Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar í austanverðum Djúpafirði og endurbyggingu Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku fyrir framkvæmdirnar. Lagðar eru fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps um framkvæmdaleyfisumsókn. Brugðist hefur verið við umsögnum með tillögum að frekari skilmálum fyrir framkvæmdum,“ segir í fundargerð nefndarinnar. Þar segir ennfremur að framkvæmdir séu í samræmi við Aðalskipulag Reykhólahrepps og gögn uppfylli þær kvaðir sem komi fram í reglugerð um framkvæmdaleyfi. Líklegt þykir að sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykki framkvæmdaleyfið á fundi sínum næstkomandi þriðjudag. Sú ákvörðun er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri vonaðist til þess í viðtali 22. janúar 2019, þegar Reykhólahreppur samþykkti Teigsskógarleiðina, að framkvæmdir gætu hafist á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26 Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli. 16. desember 2019 19:56 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45
Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26
Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli. 16. desember 2019 19:56