Gengur á með éljum í alla nótt og varað við ófærð Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 23:00 Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. Vísir/Vilhelm Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira