Markaðsstarf er besta fjárfestingin Jóhannes Þór Skúlason skrifar 24. febrúar 2020 07:00 Í vikunni steig menntamálaráðherra fram fyrir skjöldu ríkisstjórnarinnar og sló skýran takt um að nú væri nauðsynlegt að ríkisvaldið sýndi myndarleg efnahagsleg viðbrögð við niðursveiflunni, m.a. með fjárfestingum í innviðum. Lilja benti réttilega á að staða íslenska ríkisins til slíkra viðbragða hefur líklega aldrei verið jafn góð og nú, erlend staða ríkisins er fádæma góð, ríkisskuldir eru ekki nema 18% af landsframleiðslu, lánshæfismatið er í toppmálum. Hafi einhvern tíma verið færi til að reka ríkissjóð með svolitlum halla um tíma til að veita bráðnauðsynlega innspýtingu í hagkerfið er það einmitt nú. Þessum orðum Lilju er fagnað í atvinulífinu, ekki síst í ferðaþjónustunni hverrar forystufólk (m.a. undirritaður) hafa talað um mikilvægi efnahagslegra viðbragða af hálfu ríkisins allt síðastliðið ár, eða frá því að ferðamannastraumur fór að dragast saman og WOW Air féll í kjölfarið. Því miður hefur ekki bólað á slíku viðbragði hingað til. En nú virðist vera að kvikna á ríkisvélinni. Strax samdægurs tilkynnti forsætisráðherra að von væri á slíkum viðbrögðum í formi tilkynningar um væntanlegar fjárfestingar á vegum ríkisins í innviðum landsins strax á næstu vikum. Er þar væntanlega átt við fjármálaáætlun sem kynna á í mars, og er vel. Í umræðum á Alþingi í kjölfarið komu svo sams konar sjónarmið fram hjá fjármálaráðherra. Allt er þetta ákaflega jákvætt, bæði fyrir forsvarsfólk fyrirtækja sem eftir árið er orðið langeygt eftir skýrum aðgerðum af hálfu ríkisins til að hemja niðursveifluna, en ekki síður fyrir almenning í landinu því að hemill á niðursveifluna er besta leiðin til að koma í veg fyrir að hún bitni að lokum óþarflega mikið á lífskjörum fólks. Getur fjárfesting aukið gjaldeyristekjur? Eitt er það sem þó vantar inn í þessa mynd. Því að þótt það séu vissulega hefðbundin og langreynd viðbrögð við niðursveiflu að ríkið auki fjárfestingar í innviðum þá verður ekki hjá því litið að fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er ekki síður mikilvægt viðbragð að auka gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Enda verður ekki hjá því litið að sá efnahagslegi öldudalur sem við erum nú að fara í gegn um er magnaður af minnkandi gjaldeyrissköpun í atvinulífinu. Loðnubrestur, lækkandi álverð og minnkandi eftirspurn í ferðaþjónustu leggja sameiginlega til megineldsneytið á niðursveiflubálið. Það má margt gott segja um innviðaframkvæmdir en þær skapa ekki gjaldeyri. Bygging snjóflóðavarnargarða og vegaframkvæmdir eru góðar og örvandi fjárfestingar en búa samt ekki til gjaldeyristekjur sem komið geta í stað loðnubrests eða lækkandi álverðs. Nú er það svo að ef loðnan finnst ekki búum við hana ekki til. Við ráðum heldur ekki við álverð á heimsvísu. En það er ein atvinnugrein þar sem aðgerðir stjórnvalda geta sannarlega skilað árangri og búið til auknar gjaldeyristekjur, og það er ferðaþjónustan. Með því að beina með markvissum hætti auknu fjármagni til markaðssetningar í ferðaþjónustu, sem hluta af aðgerðum til að örva efnahagslífið, getur ríkið unnið að því að ferðamenn komi hingað sem annars hefðu valið aðra áfangastaði. Hjá Íslandsstofu er allt til reiðu og aukið fjármagn sem beint er til markaðssetningar nýtist strax úti á verðmætum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Markaðssetning í ferðaþjónustu er árangursríkasta fjárfestingin Í samhengi fjárfestinga í innviðum til að örva hagkerfið hafa tölur upp á tugi milljarða verið nefndar, jafnvel 50 milljarðar króna. Það fjármagn sem þarf til að ná árangri í aukinni gjaldeyrissköpun af ferðaþjónustu er hvergi nærri þeim tölum að upphæð. Með því að auka framlög ríkisins til markaðssetningar í ferðaþjónustu næstu fimm ár þannig að það jafnist á við framlög samkeppnislandanna Noregs og Finnlands, þ.e. aukningu um c.a. 500 milljónir á ári, má nær tafarlaust ná fram aukningu í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og þar með í skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Jafnvel aukning um aðeins 100 milljónir á ári (aðeins 1% af 50 milljörðunum sem Lilja nefndi) myndi skila sér beint til baka í auknum gjaldeyristekjum og styðja við atvinnulíf og skapa stjórnvöldum tekjur á móti kostnaði við framkvæmdirnar. Ég fullyrði að ódýrasta og árangursríkasta fjárfestingin fyrir ríkið nú, þ.e. sú fjárfesting sem nær fram mestu efnahagslegu mótvægi fyrir minnst fé, felst í því að leggja aukið fjármagn til markaðssetningar fyrir ferðaþjónustu. Nýlegt dæmi úr markaðssetningarstarfi Íslandsstofu sýnir að fyrir aðeins 18 milljóna króna kostnað við auglýsingabirtingar haustið 2019 mun þjóðarbúið fá inn tvo milljarða króna í gjaldeyristekjur af þeim ferðamönnum sem bókuðu ferðir til Íslands eftir að hafa séð viðkomandi auglýsingaherferð. Tveir milljarðar græddir fyrir átján milljónir greiddar. Ávinningurinn af markaðsfénu er hundrað og ellefu faldur – þ.e. fyrir hverja milljón sem varið var í markaðssetninguna skila 111 milljónir sér til ríkisins í formi gjaldeyristekna. Er til fjárfestir sem myndi fúlsa við slíku fjárfestingatækifæri? Ríkisstjórnin stendur því með mikil tækifæri í höndum á næstu mánuðum, því með því að blanda saman hefðbundum aðgerðum í fjárfestingu í innviðum til að örva hagkerfið getur það varið lágum fjárhæðum í því samhengi til að búa til miklar tekjur inn í hagkerfið. Saman munu þessar tvær aðferðir geta unnið sem myndarlegt efnahagslegt viðbragð stjórnvalda sem mun stytta niðursveifluna, auðvelda atvinnulífi róðurinn í gegn um öldudalinn og forða óþarfa tjóni á lífskjörum almennings.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni steig menntamálaráðherra fram fyrir skjöldu ríkisstjórnarinnar og sló skýran takt um að nú væri nauðsynlegt að ríkisvaldið sýndi myndarleg efnahagsleg viðbrögð við niðursveiflunni, m.a. með fjárfestingum í innviðum. Lilja benti réttilega á að staða íslenska ríkisins til slíkra viðbragða hefur líklega aldrei verið jafn góð og nú, erlend staða ríkisins er fádæma góð, ríkisskuldir eru ekki nema 18% af landsframleiðslu, lánshæfismatið er í toppmálum. Hafi einhvern tíma verið færi til að reka ríkissjóð með svolitlum halla um tíma til að veita bráðnauðsynlega innspýtingu í hagkerfið er það einmitt nú. Þessum orðum Lilju er fagnað í atvinulífinu, ekki síst í ferðaþjónustunni hverrar forystufólk (m.a. undirritaður) hafa talað um mikilvægi efnahagslegra viðbragða af hálfu ríkisins allt síðastliðið ár, eða frá því að ferðamannastraumur fór að dragast saman og WOW Air féll í kjölfarið. Því miður hefur ekki bólað á slíku viðbragði hingað til. En nú virðist vera að kvikna á ríkisvélinni. Strax samdægurs tilkynnti forsætisráðherra að von væri á slíkum viðbrögðum í formi tilkynningar um væntanlegar fjárfestingar á vegum ríkisins í innviðum landsins strax á næstu vikum. Er þar væntanlega átt við fjármálaáætlun sem kynna á í mars, og er vel. Í umræðum á Alþingi í kjölfarið komu svo sams konar sjónarmið fram hjá fjármálaráðherra. Allt er þetta ákaflega jákvætt, bæði fyrir forsvarsfólk fyrirtækja sem eftir árið er orðið langeygt eftir skýrum aðgerðum af hálfu ríkisins til að hemja niðursveifluna, en ekki síður fyrir almenning í landinu því að hemill á niðursveifluna er besta leiðin til að koma í veg fyrir að hún bitni að lokum óþarflega mikið á lífskjörum fólks. Getur fjárfesting aukið gjaldeyristekjur? Eitt er það sem þó vantar inn í þessa mynd. Því að þótt það séu vissulega hefðbundin og langreynd viðbrögð við niðursveiflu að ríkið auki fjárfestingar í innviðum þá verður ekki hjá því litið að fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er ekki síður mikilvægt viðbragð að auka gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Enda verður ekki hjá því litið að sá efnahagslegi öldudalur sem við erum nú að fara í gegn um er magnaður af minnkandi gjaldeyrissköpun í atvinulífinu. Loðnubrestur, lækkandi álverð og minnkandi eftirspurn í ferðaþjónustu leggja sameiginlega til megineldsneytið á niðursveiflubálið. Það má margt gott segja um innviðaframkvæmdir en þær skapa ekki gjaldeyri. Bygging snjóflóðavarnargarða og vegaframkvæmdir eru góðar og örvandi fjárfestingar en búa samt ekki til gjaldeyristekjur sem komið geta í stað loðnubrests eða lækkandi álverðs. Nú er það svo að ef loðnan finnst ekki búum við hana ekki til. Við ráðum heldur ekki við álverð á heimsvísu. En það er ein atvinnugrein þar sem aðgerðir stjórnvalda geta sannarlega skilað árangri og búið til auknar gjaldeyristekjur, og það er ferðaþjónustan. Með því að beina með markvissum hætti auknu fjármagni til markaðssetningar í ferðaþjónustu, sem hluta af aðgerðum til að örva efnahagslífið, getur ríkið unnið að því að ferðamenn komi hingað sem annars hefðu valið aðra áfangastaði. Hjá Íslandsstofu er allt til reiðu og aukið fjármagn sem beint er til markaðssetningar nýtist strax úti á verðmætum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Markaðssetning í ferðaþjónustu er árangursríkasta fjárfestingin Í samhengi fjárfestinga í innviðum til að örva hagkerfið hafa tölur upp á tugi milljarða verið nefndar, jafnvel 50 milljarðar króna. Það fjármagn sem þarf til að ná árangri í aukinni gjaldeyrissköpun af ferðaþjónustu er hvergi nærri þeim tölum að upphæð. Með því að auka framlög ríkisins til markaðssetningar í ferðaþjónustu næstu fimm ár þannig að það jafnist á við framlög samkeppnislandanna Noregs og Finnlands, þ.e. aukningu um c.a. 500 milljónir á ári, má nær tafarlaust ná fram aukningu í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og þar með í skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Jafnvel aukning um aðeins 100 milljónir á ári (aðeins 1% af 50 milljörðunum sem Lilja nefndi) myndi skila sér beint til baka í auknum gjaldeyristekjum og styðja við atvinnulíf og skapa stjórnvöldum tekjur á móti kostnaði við framkvæmdirnar. Ég fullyrði að ódýrasta og árangursríkasta fjárfestingin fyrir ríkið nú, þ.e. sú fjárfesting sem nær fram mestu efnahagslegu mótvægi fyrir minnst fé, felst í því að leggja aukið fjármagn til markaðssetningar fyrir ferðaþjónustu. Nýlegt dæmi úr markaðssetningarstarfi Íslandsstofu sýnir að fyrir aðeins 18 milljóna króna kostnað við auglýsingabirtingar haustið 2019 mun þjóðarbúið fá inn tvo milljarða króna í gjaldeyristekjur af þeim ferðamönnum sem bókuðu ferðir til Íslands eftir að hafa séð viðkomandi auglýsingaherferð. Tveir milljarðar græddir fyrir átján milljónir greiddar. Ávinningurinn af markaðsfénu er hundrað og ellefu faldur – þ.e. fyrir hverja milljón sem varið var í markaðssetninguna skila 111 milljónir sér til ríkisins í formi gjaldeyristekna. Er til fjárfestir sem myndi fúlsa við slíku fjárfestingatækifæri? Ríkisstjórnin stendur því með mikil tækifæri í höndum á næstu mánuðum, því með því að blanda saman hefðbundum aðgerðum í fjárfestingu í innviðum til að örva hagkerfið getur það varið lágum fjárhæðum í því samhengi til að búa til miklar tekjur inn í hagkerfið. Saman munu þessar tvær aðferðir geta unnið sem myndarlegt efnahagslegt viðbragð stjórnvalda sem mun stytta niðursveifluna, auðvelda atvinnulífi róðurinn í gegn um öldudalinn og forða óþarfa tjóni á lífskjörum almennings.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun