Leita að arftaka Stefáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 13:44 Stefán Eiríksson mætir í Efstaleitið mánudaginn eftir viku. Vísir Borgarstjórinn í Reykjavík hefur auglýst stöðu borgarritara lausa til umsóknar. Stefán Eiríksson, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár, tekur við starfi Útvarpsstjóra þann 1. mars. Borgarritari er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum. Hann fer með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar. Borgarritari er einn af staðgenglum borgarstjóra og tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. „Leitað er að kraftmiklum leiðtoga sem býr yfir frumkvæði og faglegum metnaði, er annt um umhverfi sitt, samfélag og velferð íbúa,“ segir í auglýsingu frá borginni. Í auglýsingunni segir að hlutverk borgarritara sé að hafa forystu um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í þróun þjónustu, stjórnsýslu og rekstri á landsvísu og standast samanburð við framsæknar borgir í alþjóðlegum samanburði. „Borgarritari sér til að stefnumörkun borgarráðs og borgarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið borgarinnar, auk þess að halda uppi eftirlit með að framkvæmd sé í samræmi við markaða stefnu og fjárhagsheimildir og hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Þá er borgarritara ætlað að stuðla að lýðræðislegum stjórnunarháttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði milli stjórnenda, sviða og stofnana borgarinnar, íbúa og annarra samráðsaðila.“ Borgarritari ffari fyrir samningateymi Reykjavíkurborgar í samskiptum við ríkið, sé tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög og við atvinnulífið í Reykjavíkurborg og á landsvísu. Borgarritari leiði einnig stór og flókin verkefni sem kalla á samhæfingu og samræmingu innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og utan þess. Undir borgarritara heyra skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa. Intellecta heldur utan um ráðningarferlið fyrir Reykjavíkurborg. Hæfnisnefnd fer yfir umsóknir og leggur mat á umsækjendur. Hana skipa Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans, og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Menntunar- og hæfniskröfur Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Leiðtogahæfileikar, farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og áætlanagerð. Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum. Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga. Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík hefur auglýst stöðu borgarritara lausa til umsóknar. Stefán Eiríksson, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár, tekur við starfi Útvarpsstjóra þann 1. mars. Borgarritari er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum. Hann fer með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar. Borgarritari er einn af staðgenglum borgarstjóra og tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. „Leitað er að kraftmiklum leiðtoga sem býr yfir frumkvæði og faglegum metnaði, er annt um umhverfi sitt, samfélag og velferð íbúa,“ segir í auglýsingu frá borginni. Í auglýsingunni segir að hlutverk borgarritara sé að hafa forystu um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í þróun þjónustu, stjórnsýslu og rekstri á landsvísu og standast samanburð við framsæknar borgir í alþjóðlegum samanburði. „Borgarritari sér til að stefnumörkun borgarráðs og borgarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið borgarinnar, auk þess að halda uppi eftirlit með að framkvæmd sé í samræmi við markaða stefnu og fjárhagsheimildir og hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Þá er borgarritara ætlað að stuðla að lýðræðislegum stjórnunarháttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði milli stjórnenda, sviða og stofnana borgarinnar, íbúa og annarra samráðsaðila.“ Borgarritari ffari fyrir samningateymi Reykjavíkurborgar í samskiptum við ríkið, sé tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög og við atvinnulífið í Reykjavíkurborg og á landsvísu. Borgarritari leiði einnig stór og flókin verkefni sem kalla á samhæfingu og samræmingu innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og utan þess. Undir borgarritara heyra skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa. Intellecta heldur utan um ráðningarferlið fyrir Reykjavíkurborg. Hæfnisnefnd fer yfir umsóknir og leggur mat á umsækjendur. Hana skipa Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans, og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Menntunar- og hæfniskröfur Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Leiðtogahæfileikar, farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og áætlanagerð. Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum. Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga. Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur.
Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira