Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 10:23 Frá H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife í morgun. Vísir/Lóa Pind Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14