Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 14:20 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“ Alþingi Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“
Alþingi Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira