Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 15:25 Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife til að fagna sjötugsafmæli móður sinnar. Dóttir manns Lóu vakti þau eldsnemma í morgun með símtali frá Danmörku þar sem þeim var sagt að gestir hótelsins H10 Costa Adeje Palace væru í sóttkví eftir að það tók að spyrjast út að ítalskur læknir, sem dvaldi á hótelinu, væri í reynd smitaður af Covid-19. Dóttir manns Lóu er blaðamaður á Politiken en hún vildi fá þau til að ná í myndefni fyrir fjölmiðilinn og brugðust þau að sjálfsögðu vel við þeirri bón. Lóa lýsti aðstæðum á vettvangi í hádegisfréttum Bylgjunnar en þá var hún stödd fyrir utan hótelið þar sem viðbúnaður var mikill. „Það er talsvert af lögreglubílum hérna í kringum hótelið. Ég myndi giska á að það væru svona tíu, tuttugu lögregluþjónar sem eru að gæta þess að fólk komi ekki að hótelinu. Þegar við mættum svona um níuleytið í morgun þá var ein spænsk sjónvarpsstöð og svo fjölgaði þeim nú töluvert og eitthvað af forvitnum vegfarendum að ráfa hérna í kring. Flestir verða reyndar pínu skelkaðir þegar þeir átta sig á því að það er kórónavírusinn sem veldur því að það er búið að loka öllum leiðum að hótelinu.“ Fyrst sandstormurinn svo kórónaveiran Lóa sagðist ekki hafa heyrt frá mörgum Íslendingum á Tenerife þegar hún var spurð hvernig hljóðið væri í þeim. „Fólk er nú svona sæmilega rólegt enda varla annað hægt en að vera rólegur hérna á þessu svæði en ég get ímyndað mér að stemningin sé önnur á meðal þessara sjö Íslendinga og allra hótelgestanna sem við sjáum hérna, þeir eru sumir hangandi úti á svölum, væntanlega að tala við vini og vandamenn heima hjá sér. Ég heyrði í einni sem hafði átt leið hér um í gær, kom inn á hótelið til að spyrja til vegar. Ég hugsa að hún sjái nú dálítið eftir því en það var Íslendingur sem gerði það. Einhverjir hafa sagt: „Það á ekki af okkur að ganga hérna. Fyrst versti sandstormur sem sést hefur í áratugi og svo kórónavírusinn.“ Aðspurð hvort hún sjálf fyndi fyrir kvíða eða óþægindum vegna kórónaveirunnar sagði Lóa. „Ég er nú reyndar bara frísk og hraust kona á besta aldri og óttast þetta ekkert, þannig. En ég verð að viðurkenna að í fyrsta skiptið þá settist ég niður og las mér til um einkennin kórónaveirunnar. Hér er fullt af eldra fólki en það hlýtur að vera smá beygur í þeim og svo að sjálfsögðu fólkinu sem er fast á þessu hóteli. Ég hef nú samt ekkert hugsað mér að stytta þessa dvöl. Við eigum flug heim á föstudaginn og vonandi verður okkur hleypt frá eyjunni, en ef ekki þá er þetta ekkert versti staður í heimi til að vera kyrrsettur á,“ segir Lóa Pind glöð í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife til að fagna sjötugsafmæli móður sinnar. Dóttir manns Lóu vakti þau eldsnemma í morgun með símtali frá Danmörku þar sem þeim var sagt að gestir hótelsins H10 Costa Adeje Palace væru í sóttkví eftir að það tók að spyrjast út að ítalskur læknir, sem dvaldi á hótelinu, væri í reynd smitaður af Covid-19. Dóttir manns Lóu er blaðamaður á Politiken en hún vildi fá þau til að ná í myndefni fyrir fjölmiðilinn og brugðust þau að sjálfsögðu vel við þeirri bón. Lóa lýsti aðstæðum á vettvangi í hádegisfréttum Bylgjunnar en þá var hún stödd fyrir utan hótelið þar sem viðbúnaður var mikill. „Það er talsvert af lögreglubílum hérna í kringum hótelið. Ég myndi giska á að það væru svona tíu, tuttugu lögregluþjónar sem eru að gæta þess að fólk komi ekki að hótelinu. Þegar við mættum svona um níuleytið í morgun þá var ein spænsk sjónvarpsstöð og svo fjölgaði þeim nú töluvert og eitthvað af forvitnum vegfarendum að ráfa hérna í kring. Flestir verða reyndar pínu skelkaðir þegar þeir átta sig á því að það er kórónavírusinn sem veldur því að það er búið að loka öllum leiðum að hótelinu.“ Fyrst sandstormurinn svo kórónaveiran Lóa sagðist ekki hafa heyrt frá mörgum Íslendingum á Tenerife þegar hún var spurð hvernig hljóðið væri í þeim. „Fólk er nú svona sæmilega rólegt enda varla annað hægt en að vera rólegur hérna á þessu svæði en ég get ímyndað mér að stemningin sé önnur á meðal þessara sjö Íslendinga og allra hótelgestanna sem við sjáum hérna, þeir eru sumir hangandi úti á svölum, væntanlega að tala við vini og vandamenn heima hjá sér. Ég heyrði í einni sem hafði átt leið hér um í gær, kom inn á hótelið til að spyrja til vegar. Ég hugsa að hún sjái nú dálítið eftir því en það var Íslendingur sem gerði það. Einhverjir hafa sagt: „Það á ekki af okkur að ganga hérna. Fyrst versti sandstormur sem sést hefur í áratugi og svo kórónavírusinn.“ Aðspurð hvort hún sjálf fyndi fyrir kvíða eða óþægindum vegna kórónaveirunnar sagði Lóa. „Ég er nú reyndar bara frísk og hraust kona á besta aldri og óttast þetta ekkert, þannig. En ég verð að viðurkenna að í fyrsta skiptið þá settist ég niður og las mér til um einkennin kórónaveirunnar. Hér er fullt af eldra fólki en það hlýtur að vera smá beygur í þeim og svo að sjálfsögðu fólkinu sem er fast á þessu hóteli. Ég hef nú samt ekkert hugsað mér að stytta þessa dvöl. Við eigum flug heim á föstudaginn og vonandi verður okkur hleypt frá eyjunni, en ef ekki þá er þetta ekkert versti staður í heimi til að vera kyrrsettur á,“ segir Lóa Pind glöð í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent