Eilífðartöffari kveður sviðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 13:15 Ferill Ragnars Bjarnasonar hefur verið samofinn íslenskri menningarsögu undanfarna sjö áratugi. Alda Music „Söngur þinn er eldri en lýðveldið sjálft,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, þegar áttræðisafmæli Ragnars Bjarnasonar var fagnað fyrir fullu húsi í Hörpu árið 2014. „Það er einstakt afrek að vera svo lengi samofinn tónlist, menningu, mannlífi og gleði heillar þjóðar.“ Óhætt er að segja að þar hafi Ólafur fangað hinn merka feril tónlistarmannsins, sem ævinlega var kallaður Raggi Bjarna og var með hljóðnema í hönd allt fram til síðasta dags. „Þú ert í hugum okkar ekki aðeins frábær listamaður heldur líka fyrir löngu orðin goðsögn. Tákn í senn fyrir arfleið, sögu og sífellda nýsköpun,“ sagði Ólafur og bætti við: „Þú ert snillingur.“ Raggi fæddist í risíbúð við Lækjargötu þann 22. september árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Snemma kom í ljós að Ragnar hneigðist sjálfur til tónlistar. Þó svo að hann hafi verið landsþekktur fyrir söng byrjaði tónlistarferill hans ekki við hljóðnemann, heldur á bakvið trommusettið í hljómsveit föður síns þar sem hann sást fyrst 13 ára gamall.Sjá einnig: Ragnar Bjarnason látinnAllar götur síðan má segja að Raggi hafi staðið í framvarðasveit íslenskrar tónlistar, allt til dauðdags. Ferill hans spannaði því rúm 70 ár og sagðist Raggi sjálfur nánast hafa ákveðið frá fyrsta degi að framtíð hans yrði í tónlistinni. „Mér datt ekki í hug að gera neitt annað.“ Hann ætlaði sér að syngja meðan heilsan leyfði. Ballgesti þyrsti í „þjóðsönginn“ Hann byrjaði að syngja sautján ára og þremur árum síðar var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu. Skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Auk þess að syngja var Raggi jafnframt liðtækur píanóleikari, spilaði á víbrafón, harmonikku og þá átti hann það til að grípa í trommukjuðana. Eitt vinsælasta lag Ragga, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, kom út árið 1960 en um er að ræða ábreiðu af ensku lagi. Þrátt fyrir að hafa búist við nokkrum vinsældum sagðist Raggi ekki hafa getað gert sér æðið í hugarlund. Hann hafi jafnvel þurft að syngja það á hálftímafresti á böllum til að fá frið frá æstum áhorfendum. Lagið varð einskonar „þjóðsöngur dansþystra Íslendinga í upphafi sjöunda áratugarins,“ eins og því hefur verið lýst.Þó svo að Raggi hafi ekki haldið frumsömdum lögum mikið á lofti verður ekki annað sagt en að honum hafi farist það vel úr hendi. Lagið Barn við ljóð Steins Steinarrs er ljóslifandi dæmi þess; hugljúfur óður til uppvaxtar og þroska. Bíladella á háu stigi Meðfram tónlistarstörfum brasaði Raggi ýmislegt; til að mynda ók hann leigubíl um árabil, starfrækti bílaleigu í kringum síðustu aldamót auk þess að vera bílasali. Raggi sagði enda sjálfur að hann væri með ólæknandi bíladellu, sem ætla má að rekja megi til föður hans sem starfaði um tíma sem bifreiðastjóri. Ragnar hafði sjálfur mikið dálæti á amerískum drossíum, rétt eins og pabbi sinn. Hér að neðan má heyra Ragga segja eina óborganlega sögu úr leigubílnum, auk þess að syngja brot úr laginu Barn. Örlítið kærulaus, gríðarlega vandaður... Hann kom þó víðar við í atvinnulifinu, rak t.a.m. um tíma söluturn í Breiðholti auk þess sem hann reyndi fyrir sér sem útvarpsmaður á Aðalstöðinni og FM957. Raggi hefur sjálfur sagt að eitt mesta ævintýrið á ferli sínum hafi verið stofnun Sumargleðinnar árið 1972 ásamt Magnús Ólafssyni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Þuríði Sigurðardóttur, Þorgeiri Ástvaldssyni, Hermanni Gunnarssyni og fleiri góðum sem ferðuðust um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín,“ sagði Raggi í samtali við fréttastofu árið 2014 þegar hann fagnaði áttræðisafmæli sínu. Segja má að þessi þrjú orð hafi verið alltumlykjandi feril Ragga, sem alla tíð var lýst sem gleðigjafa af guðs náð. „Einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ eins og fyrrnefndur Magnús Ólafsson komst að orði um Ragga. ... og auðvitað mergjaður töffari Kærulaus lífskúnstner, vandaður listamaður, ótrúlega jákvæður og eilífðartöffari. Allt eru þetta hugtök sem samstarfsmenn Ragga notuðu til að lýsa honum. „Hann er búinn að vera töffari síðan hann var strákur og hann er ennþá töffari,“ sagði Magnús á áttræðisafmæli Ragga. Raggi var margverðlaunaður, hlaut til að mynda heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 1994, gullmerki FÍH tíu árum síðar og fálkaorðuna árið 2005. Þá var hann útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2007 sama ár auk þess sem honum var veitt heiðursmerki STEF fyrir fullu húsi í Eldborg árið 2014. Elly ofarlega í huga Raggi starfaði með fjölda manns á sínum langa ferli, aðspurður um hver hafi verið þeirra minnistæðastur sagði hann: „Elly Vilhjálms er mjög ofarlega í huga. Hún var dýrðleg stúlka og unun að vinna með henni. Hún var svo létt og skemmtileg og ótrúlega góð söngkona og gat sungið hvað sem var. Unga fólkið er að uppgötva hvað hún var merkileg söngkona og það skiptir miklu máli. Allt þetta lið hefur verið frábært og ég hef átt yndislegt líf.”Sjá einnig: Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinnLeiðir þeirra Ragga og Ellyjar lágu fyrst saman í hljómsveit Svavars Gests á sjötta áratugnum. Þegar leiksýning um ævi og störf Ellyjar var sett á svið á Borgarleikhúsinu árið 2017, og sýnt var rúmlega 200 sinnum á rúmum tveimur árum, var Raggi enda ekki langt undan. Hann steig þar á svið ásamt Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, sem hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína sem Elly vinkona hans. Leið best í músíkinni Raggi sagðist hafa undir það síðasta reglulega íhugað hvort hann ætti að segja skilið við tónlistina. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá,“ sagði Raggi, sem vísaði þar til eftirlifandi eiginkonu sinnar Helle Birthe Bjarnason sem fæddist árið 1946. Raggi eignaðist þrjú björn; þau Bjarna Ómar, Kristjönu og Henry Lárus Ragnarsbörn. Hér að neðan má heyra síðasta lagið sem Raggi hljóðritaði, sem hann gerði undir lok síðasta árs. Texti og lag er eftir Halla Reynis, sem lést í september síðastliðnum. Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Söngur þinn er eldri en lýðveldið sjálft,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, þegar áttræðisafmæli Ragnars Bjarnasonar var fagnað fyrir fullu húsi í Hörpu árið 2014. „Það er einstakt afrek að vera svo lengi samofinn tónlist, menningu, mannlífi og gleði heillar þjóðar.“ Óhætt er að segja að þar hafi Ólafur fangað hinn merka feril tónlistarmannsins, sem ævinlega var kallaður Raggi Bjarna og var með hljóðnema í hönd allt fram til síðasta dags. „Þú ert í hugum okkar ekki aðeins frábær listamaður heldur líka fyrir löngu orðin goðsögn. Tákn í senn fyrir arfleið, sögu og sífellda nýsköpun,“ sagði Ólafur og bætti við: „Þú ert snillingur.“ Raggi fæddist í risíbúð við Lækjargötu þann 22. september árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Snemma kom í ljós að Ragnar hneigðist sjálfur til tónlistar. Þó svo að hann hafi verið landsþekktur fyrir söng byrjaði tónlistarferill hans ekki við hljóðnemann, heldur á bakvið trommusettið í hljómsveit föður síns þar sem hann sást fyrst 13 ára gamall.Sjá einnig: Ragnar Bjarnason látinnAllar götur síðan má segja að Raggi hafi staðið í framvarðasveit íslenskrar tónlistar, allt til dauðdags. Ferill hans spannaði því rúm 70 ár og sagðist Raggi sjálfur nánast hafa ákveðið frá fyrsta degi að framtíð hans yrði í tónlistinni. „Mér datt ekki í hug að gera neitt annað.“ Hann ætlaði sér að syngja meðan heilsan leyfði. Ballgesti þyrsti í „þjóðsönginn“ Hann byrjaði að syngja sautján ára og þremur árum síðar var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu. Skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Auk þess að syngja var Raggi jafnframt liðtækur píanóleikari, spilaði á víbrafón, harmonikku og þá átti hann það til að grípa í trommukjuðana. Eitt vinsælasta lag Ragga, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, kom út árið 1960 en um er að ræða ábreiðu af ensku lagi. Þrátt fyrir að hafa búist við nokkrum vinsældum sagðist Raggi ekki hafa getað gert sér æðið í hugarlund. Hann hafi jafnvel þurft að syngja það á hálftímafresti á böllum til að fá frið frá æstum áhorfendum. Lagið varð einskonar „þjóðsöngur dansþystra Íslendinga í upphafi sjöunda áratugarins,“ eins og því hefur verið lýst.Þó svo að Raggi hafi ekki haldið frumsömdum lögum mikið á lofti verður ekki annað sagt en að honum hafi farist það vel úr hendi. Lagið Barn við ljóð Steins Steinarrs er ljóslifandi dæmi þess; hugljúfur óður til uppvaxtar og þroska. Bíladella á háu stigi Meðfram tónlistarstörfum brasaði Raggi ýmislegt; til að mynda ók hann leigubíl um árabil, starfrækti bílaleigu í kringum síðustu aldamót auk þess að vera bílasali. Raggi sagði enda sjálfur að hann væri með ólæknandi bíladellu, sem ætla má að rekja megi til föður hans sem starfaði um tíma sem bifreiðastjóri. Ragnar hafði sjálfur mikið dálæti á amerískum drossíum, rétt eins og pabbi sinn. Hér að neðan má heyra Ragga segja eina óborganlega sögu úr leigubílnum, auk þess að syngja brot úr laginu Barn. Örlítið kærulaus, gríðarlega vandaður... Hann kom þó víðar við í atvinnulifinu, rak t.a.m. um tíma söluturn í Breiðholti auk þess sem hann reyndi fyrir sér sem útvarpsmaður á Aðalstöðinni og FM957. Raggi hefur sjálfur sagt að eitt mesta ævintýrið á ferli sínum hafi verið stofnun Sumargleðinnar árið 1972 ásamt Magnús Ólafssyni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Þuríði Sigurðardóttur, Þorgeiri Ástvaldssyni, Hermanni Gunnarssyni og fleiri góðum sem ferðuðust um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín,“ sagði Raggi í samtali við fréttastofu árið 2014 þegar hann fagnaði áttræðisafmæli sínu. Segja má að þessi þrjú orð hafi verið alltumlykjandi feril Ragga, sem alla tíð var lýst sem gleðigjafa af guðs náð. „Einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ eins og fyrrnefndur Magnús Ólafsson komst að orði um Ragga. ... og auðvitað mergjaður töffari Kærulaus lífskúnstner, vandaður listamaður, ótrúlega jákvæður og eilífðartöffari. Allt eru þetta hugtök sem samstarfsmenn Ragga notuðu til að lýsa honum. „Hann er búinn að vera töffari síðan hann var strákur og hann er ennþá töffari,“ sagði Magnús á áttræðisafmæli Ragga. Raggi var margverðlaunaður, hlaut til að mynda heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 1994, gullmerki FÍH tíu árum síðar og fálkaorðuna árið 2005. Þá var hann útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2007 sama ár auk þess sem honum var veitt heiðursmerki STEF fyrir fullu húsi í Eldborg árið 2014. Elly ofarlega í huga Raggi starfaði með fjölda manns á sínum langa ferli, aðspurður um hver hafi verið þeirra minnistæðastur sagði hann: „Elly Vilhjálms er mjög ofarlega í huga. Hún var dýrðleg stúlka og unun að vinna með henni. Hún var svo létt og skemmtileg og ótrúlega góð söngkona og gat sungið hvað sem var. Unga fólkið er að uppgötva hvað hún var merkileg söngkona og það skiptir miklu máli. Allt þetta lið hefur verið frábært og ég hef átt yndislegt líf.”Sjá einnig: Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinnLeiðir þeirra Ragga og Ellyjar lágu fyrst saman í hljómsveit Svavars Gests á sjötta áratugnum. Þegar leiksýning um ævi og störf Ellyjar var sett á svið á Borgarleikhúsinu árið 2017, og sýnt var rúmlega 200 sinnum á rúmum tveimur árum, var Raggi enda ekki langt undan. Hann steig þar á svið ásamt Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, sem hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína sem Elly vinkona hans. Leið best í músíkinni Raggi sagðist hafa undir það síðasta reglulega íhugað hvort hann ætti að segja skilið við tónlistina. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá,“ sagði Raggi, sem vísaði þar til eftirlifandi eiginkonu sinnar Helle Birthe Bjarnason sem fæddist árið 1946. Raggi eignaðist þrjú björn; þau Bjarna Ómar, Kristjönu og Henry Lárus Ragnarsbörn. Hér að neðan má heyra síðasta lagið sem Raggi hljóðritaði, sem hann gerði undir lok síðasta árs. Texti og lag er eftir Halla Reynis, sem lést í september síðastliðnum.
Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25
Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00
Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54