Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. febrúar 2020 08:03 Sérsveit Ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira