Treystu sér ekki til að ala transbarn sitt upp í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2020 15:53 Magnús og Dagný segja Eyjar harðkjarnasamfélag og þau vildu ekki hætta á að ala Alex son sinn upp þar. Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00