Minni skjálftavirkni við Þorbjörn og lítið landris Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 16:00 Frá Grindavík en fjallið Þorbjörn er í nágrenni bæjarins. vísir/vilhelm „Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi spurður út í stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Enn er í gildi óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir svæðinu við Þorbjörn. Frá 21. janúar hafa yfir 1600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og hafa þeir flestir orðið í suðvestur/norðaustur stefnu um tvo kílómetra norðaustur af Grindavík, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá hefur verið líka verið landris á svæðinu, mest um fimm sentimetrar, en Benedikt segir að landrisið sé orðið frekar flatt, það er að punktarnir sem mæla það færast ekki upp á við heldur eru alltaf í sömu stöðu meira og minna. „Og við sjáum það líka í þenslunni eða landrisinu að það er eiginlega orðið svolítið flatt. En við erum aftur á móti að sjá landbreytingar enn þá. Við erum að sjá aflögun á svæðinu þannig að þetta er svolítið öðruvísi merki,“ segir Benedikt. Þannig sé lárétt aflögun í gangi sem geti verið þensla en hún sé svo lítil að ekkert landris sjáist. „En það getur líka verið jarðskorpan að laga sig að því sem var í gangi síðustu tvær, þrjár vikur og ég myndi halda að það væri bæði, það lítur þannig út, að það sé enn þá eitthvað í gangi en bara minna,“ segir Benedikt. Þrátt fyrir að rólegra sé yfir svæðinu nú en verið hefur síðustu vikur fylgjast vísindamenn áfram með allan sólarhringinn enda er alls ekki hægt að segja að þetta sé búið að sögn Benedikts þótt þetta sé á rólegri nótunum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 „Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00 Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi spurður út í stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Enn er í gildi óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir svæðinu við Þorbjörn. Frá 21. janúar hafa yfir 1600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og hafa þeir flestir orðið í suðvestur/norðaustur stefnu um tvo kílómetra norðaustur af Grindavík, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá hefur verið líka verið landris á svæðinu, mest um fimm sentimetrar, en Benedikt segir að landrisið sé orðið frekar flatt, það er að punktarnir sem mæla það færast ekki upp á við heldur eru alltaf í sömu stöðu meira og minna. „Og við sjáum það líka í þenslunni eða landrisinu að það er eiginlega orðið svolítið flatt. En við erum aftur á móti að sjá landbreytingar enn þá. Við erum að sjá aflögun á svæðinu þannig að þetta er svolítið öðruvísi merki,“ segir Benedikt. Þannig sé lárétt aflögun í gangi sem geti verið þensla en hún sé svo lítil að ekkert landris sjáist. „En það getur líka verið jarðskorpan að laga sig að því sem var í gangi síðustu tvær, þrjár vikur og ég myndi halda að það væri bæði, það lítur þannig út, að það sé enn þá eitthvað í gangi en bara minna,“ segir Benedikt. Þrátt fyrir að rólegra sé yfir svæðinu nú en verið hefur síðustu vikur fylgjast vísindamenn áfram með allan sólarhringinn enda er alls ekki hægt að segja að þetta sé búið að sögn Benedikts þótt þetta sé á rólegri nótunum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 „Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00 Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53
„Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00
Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02