Yfirborðskennd froða um frelsun Harley Quinn og aðra lítt tengda hluti Heiðar Sumarliðason skrifar 12. febrúar 2020 14:30 Hér eru tvær sögur sagðar, þegar ein hefði verið nóg. Kvikmyndin með langa titlinn, Birds of Prey: And the Fantabulous Emancipation of One Harley Quinn, er nú komin í kvikmyndahús. Persónan Harley Quinn kom fram á sjónarsviðið í teiknimyndaseríunni Batman: The Animated Series árið 1992. Til að byrja með var persóna hennar geðlæknir sem meðhöndlaði Jókerinn á geðveikrahæli en varð ástfangin af honum og endurfæddist sem eitt af illmennum Batman-heimsins. Hún hefur svo birst endurtekið á hinum ýmsu stöðum sem miðla efni um Batman. Nú þegar kvikmyndir byggðar á teiknimyndasögum tröllríða heiminum eru kvikmyndaverin farin að grafa enn dýpra ofan í karakterakistuna og dusta rykið af hinum og þessum minni persónum. Harley Quinn hefur nú orðið fyrir valinu og fær hér sína eigin bíómynd. Gaman fyrir hana, en því miður fyrir áhorfendur nær gamanið ekki lengra, því útkoman er ekki sérlega merkileg. Það væri að sjálfsögðu kostur ef ég gæti rakið söguþráðinn og sagt lesendum um hvað myndin fjallar. Vandinn er hinsvegar að ég man vart hvað hún er um og vissi það í raun varla á meðan áhorfinu stóð. Það litla ég man er að Harley Quinn hætti með Jókernum og ákvað að gera eitthvað annað við líf sitt. Ég man hinsvegar ekki alveg hvað hún ætlaði sér og ég held reyndar að hún hafi ekki vitað það sjálf. Á þessu óljósa ferðalagi verður eitthvað fólk á vegi hennar og hún brallar eitthvað með því, ég man hinsvegar ekki alveg hvað það var, eða hversvegna. Svo var myndin búin. Ég gæti svo sem alveg flett því upp hvað gerðist í myndinni og útlistað, en það kæmi vandlætingu minni ekki jafn sterklega til skila.Tveir fyrir einn ekki alltaf betraHarley Quinn ásamt Jókernum og Leðurblökumanninum í Batman: The Animated Series frá 1992.Því miður fyrir áhorfendur er Birds of Prey ekki upp á marga fiska. Hana skortir of margar af þeim eindum sem kvikmynd þarf á að halda til að áhorfendur geispi ekki. Vandinn er að einhverju leyti persóna Harley Quinn sem á yfirborðinu er eintóna og óáhugaverð. Í stað þess að vinna með persónu Harley, dýpka og gera áhugaverðari, er farin sú leið að búa til einskonar ensemble-stykki, þar sem fleiri persónur eru dregnar inn í súpuna og kvenofurhetjugengi skapað. Persóna Harley Quinn er því fulllítið á tjaldinu fyrir minn smekk. Miklu púðri er eytt í að fjalla um hvernig hópurinn Birds of Prey verður til, á meðan frelsun Harley Quinn frá Jókernum situr fullmikið á hakanum. Að blanda saman þessum tveimur þráðum verður til þess að hvorugur hluti myndarinnar nær sér á flug og þvælast í raun fyrir hvor öðrum. Þróun persónu Harley Quinn verður lítil sem engin og tilurð Birds of Prey-gengisins kemur svo seint til sögunnar að hún virkar máttlaus og tilgangslaus.Svona ójafnvægi í kvikmyndum er því miður mjög algengt þessa dagana. Það er oftast tilkomið vegna þess að svo margar kvikmyndir núorðið eru byggðar á áður útgefnu efni. Vandinn við þetta er að kvikmyndaformið lýtur öðrum lögmálum en t.d. skáldsaga. Það er ekki hægt að segja jafn mikla sögu á 90-120 mínútum á tjaldinu og í nokkur hundruð síðna bók, eða langri teiknimyndasöguseríu.Reyndar er vandinn sem steðjar að Birds of Prey af aðeins öðru meiði (þó svo útkoman sé sú sama). Söguþráðurinn er ekki byggður á áður útgefnu efni, heldur eru teknar eindir frá hinum og þessum stöðum í DC-teiknimyndasöguheiminum, eindir sem því miður passa illa saman. Því endar Birds of Prey á að gera hvorugum þræðinum nægilega hátt undir höfði, hvorki sögunni af frelsun Harley Quinn frá Jókernum, né stofnsetningu Birds of Prey-gengisins. Hér er í raun búið að skella saman tveimur kvikmyndum í eina og útkoman eftir því. Eins og svo oft áður á hér að borða kökuna og geyma hana líka. Því sitjum við uppi með einhverskonar hvorki né-mynd. Það merkilega við þetta allt saman er að persóna Harley Quinn hefur aldrei verið meðlimur í Birds of Prey genginu í heimi DC-teiknimyndasagnanna, sem e.t.v. útskýrir að einhverju leyti hversu illa þetta passar saman. Hér hefði verið betra að bjóða upp á sitthvora kvikmyndina, eina um frelsun Harley Quinn, svo framhald sem fjallar um tilurð Birds of Prey-gengisins. Margot Robbie vildi velÞessar gera lítið annað en að þvælast fyrir hvor annarri.Eftir að hafa lesið mér til um tilurð myndarinnar er augljóst að manneskjan sem ber mesta ábyrð á þessu klúðri er stjarna myndarinnar, Margot Robbie. Það er hún sem kemur með hugmyndina að þessari útfærslu, að vilja deila sviðinu með fleiri kvenpersónum, því getur hún í raun engum nema sjálfri sér um kennt. Það vill oft vera þannig þegar fólk sem hefur ekki sterkan grunn í kvikmyndahandritaskrifum (sem sagt kvikmyndastjörnur) fer að skipta sér að hlutum sem það hefur yfirborðslega þekkingu á að illa fer. Þetta er þekkt stef í Hollywood, stjarnan vill hitt og þetta, svo situr kvikmyndagerðarfólkið oftast í súpunni og er kennt um stórslysið. Margot vildi þó vel og hugsjónin á bakvið útfærsluna er falleg, en virkar því miður ekki.Hér skortir færni í meðhöndlun á verkfærum frásagnarlistarinnar, hverjum sem um er að kenna: Margot Robbie, Warner Brothers, handritshöfundinum, leikstjóranum, eða öllum fyrrnefndum.NiðurstaðaTvær stjörnur. Birds of Prey mistekst að fá áhorfandann til að fjárfesta í sögu þessara kvenhetja og er gott dæmi um kvikmynd þar sem töluvert vantar upp á varðandi undirstöðuatriði góðrar kvikmyndagerðar. Sem sagt handritið. Hægt er að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar við handritshöfundinn Hrafnkel Stefánsson um Birds of Prey í útvarpsþættinum Stjörnubíó hér að neðan. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndin með langa titlinn, Birds of Prey: And the Fantabulous Emancipation of One Harley Quinn, er nú komin í kvikmyndahús. Persónan Harley Quinn kom fram á sjónarsviðið í teiknimyndaseríunni Batman: The Animated Series árið 1992. Til að byrja með var persóna hennar geðlæknir sem meðhöndlaði Jókerinn á geðveikrahæli en varð ástfangin af honum og endurfæddist sem eitt af illmennum Batman-heimsins. Hún hefur svo birst endurtekið á hinum ýmsu stöðum sem miðla efni um Batman. Nú þegar kvikmyndir byggðar á teiknimyndasögum tröllríða heiminum eru kvikmyndaverin farin að grafa enn dýpra ofan í karakterakistuna og dusta rykið af hinum og þessum minni persónum. Harley Quinn hefur nú orðið fyrir valinu og fær hér sína eigin bíómynd. Gaman fyrir hana, en því miður fyrir áhorfendur nær gamanið ekki lengra, því útkoman er ekki sérlega merkileg. Það væri að sjálfsögðu kostur ef ég gæti rakið söguþráðinn og sagt lesendum um hvað myndin fjallar. Vandinn er hinsvegar að ég man vart hvað hún er um og vissi það í raun varla á meðan áhorfinu stóð. Það litla ég man er að Harley Quinn hætti með Jókernum og ákvað að gera eitthvað annað við líf sitt. Ég man hinsvegar ekki alveg hvað hún ætlaði sér og ég held reyndar að hún hafi ekki vitað það sjálf. Á þessu óljósa ferðalagi verður eitthvað fólk á vegi hennar og hún brallar eitthvað með því, ég man hinsvegar ekki alveg hvað það var, eða hversvegna. Svo var myndin búin. Ég gæti svo sem alveg flett því upp hvað gerðist í myndinni og útlistað, en það kæmi vandlætingu minni ekki jafn sterklega til skila.Tveir fyrir einn ekki alltaf betraHarley Quinn ásamt Jókernum og Leðurblökumanninum í Batman: The Animated Series frá 1992.Því miður fyrir áhorfendur er Birds of Prey ekki upp á marga fiska. Hana skortir of margar af þeim eindum sem kvikmynd þarf á að halda til að áhorfendur geispi ekki. Vandinn er að einhverju leyti persóna Harley Quinn sem á yfirborðinu er eintóna og óáhugaverð. Í stað þess að vinna með persónu Harley, dýpka og gera áhugaverðari, er farin sú leið að búa til einskonar ensemble-stykki, þar sem fleiri persónur eru dregnar inn í súpuna og kvenofurhetjugengi skapað. Persóna Harley Quinn er því fulllítið á tjaldinu fyrir minn smekk. Miklu púðri er eytt í að fjalla um hvernig hópurinn Birds of Prey verður til, á meðan frelsun Harley Quinn frá Jókernum situr fullmikið á hakanum. Að blanda saman þessum tveimur þráðum verður til þess að hvorugur hluti myndarinnar nær sér á flug og þvælast í raun fyrir hvor öðrum. Þróun persónu Harley Quinn verður lítil sem engin og tilurð Birds of Prey-gengisins kemur svo seint til sögunnar að hún virkar máttlaus og tilgangslaus.Svona ójafnvægi í kvikmyndum er því miður mjög algengt þessa dagana. Það er oftast tilkomið vegna þess að svo margar kvikmyndir núorðið eru byggðar á áður útgefnu efni. Vandinn við þetta er að kvikmyndaformið lýtur öðrum lögmálum en t.d. skáldsaga. Það er ekki hægt að segja jafn mikla sögu á 90-120 mínútum á tjaldinu og í nokkur hundruð síðna bók, eða langri teiknimyndasöguseríu.Reyndar er vandinn sem steðjar að Birds of Prey af aðeins öðru meiði (þó svo útkoman sé sú sama). Söguþráðurinn er ekki byggður á áður útgefnu efni, heldur eru teknar eindir frá hinum og þessum stöðum í DC-teiknimyndasöguheiminum, eindir sem því miður passa illa saman. Því endar Birds of Prey á að gera hvorugum þræðinum nægilega hátt undir höfði, hvorki sögunni af frelsun Harley Quinn frá Jókernum, né stofnsetningu Birds of Prey-gengisins. Hér er í raun búið að skella saman tveimur kvikmyndum í eina og útkoman eftir því. Eins og svo oft áður á hér að borða kökuna og geyma hana líka. Því sitjum við uppi með einhverskonar hvorki né-mynd. Það merkilega við þetta allt saman er að persóna Harley Quinn hefur aldrei verið meðlimur í Birds of Prey genginu í heimi DC-teiknimyndasagnanna, sem e.t.v. útskýrir að einhverju leyti hversu illa þetta passar saman. Hér hefði verið betra að bjóða upp á sitthvora kvikmyndina, eina um frelsun Harley Quinn, svo framhald sem fjallar um tilurð Birds of Prey-gengisins. Margot Robbie vildi velÞessar gera lítið annað en að þvælast fyrir hvor annarri.Eftir að hafa lesið mér til um tilurð myndarinnar er augljóst að manneskjan sem ber mesta ábyrð á þessu klúðri er stjarna myndarinnar, Margot Robbie. Það er hún sem kemur með hugmyndina að þessari útfærslu, að vilja deila sviðinu með fleiri kvenpersónum, því getur hún í raun engum nema sjálfri sér um kennt. Það vill oft vera þannig þegar fólk sem hefur ekki sterkan grunn í kvikmyndahandritaskrifum (sem sagt kvikmyndastjörnur) fer að skipta sér að hlutum sem það hefur yfirborðslega þekkingu á að illa fer. Þetta er þekkt stef í Hollywood, stjarnan vill hitt og þetta, svo situr kvikmyndagerðarfólkið oftast í súpunni og er kennt um stórslysið. Margot vildi þó vel og hugsjónin á bakvið útfærsluna er falleg, en virkar því miður ekki.Hér skortir færni í meðhöndlun á verkfærum frásagnarlistarinnar, hverjum sem um er að kenna: Margot Robbie, Warner Brothers, handritshöfundinum, leikstjóranum, eða öllum fyrrnefndum.NiðurstaðaTvær stjörnur. Birds of Prey mistekst að fá áhorfandann til að fjárfesta í sögu þessara kvenhetja og er gott dæmi um kvikmynd þar sem töluvert vantar upp á varðandi undirstöðuatriði góðrar kvikmyndagerðar. Sem sagt handritið. Hægt er að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar við handritshöfundinn Hrafnkel Stefánsson um Birds of Prey í útvarpsþættinum Stjörnubíó hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira