Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 08:45 Álverið í Straumsvík er fjölmennur vinnustaður en þar starfa um 500 manns. vísir/vilhelm Rio Tinto skoðar nú hvort álverinu í Straumsvík (ISAL) verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. ISAL er að fullu í eigu Rio Tinto en hjá álverinu starfa um 500 manns. Haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Leitað verður leiða til að auka samkeppnishæfni álversins en í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Ljúka á endurskoðunarferlinu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ISAL en þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að „rekstur ISAL í krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sökum ósamkeppnishæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í sögulegu samhengi.“ Rio Tinto leiti nú allra leiða til að gera álverið arðbært og samkeppnishæft á alþjóðamörkuðum, meðal annars með samtali við íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að forsvarsmenn Rio Tinto hefðu fundað með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna erfiðleika í rekstrinum. Þannig væri það mat stjórnenda Rio Tinto að raforkusamningur sem gerður var við Landsvirkjun árið 2010 þrengdi svo að rekstrinum að ekki yrði við samninginn unað. Því hefði mikill þrýstingur verið settur á Landsvirkjun, og stjórnvöld, um að endurskoða samninginn í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmarkaði með ál. Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium, segir í tilkynningu fyrirtækisins að markvisst hafi verið unnið að því að bæta ISAL. „Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar. Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekstur ISAL fjárhagslega sjálfbæran á ný. Framlag ISAL til íslensks efnahagslífs er umtalsvert og við munum vinna náið með þeim sem eiga gagnkvæma hagsmuni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. ríkistjórn, Landsvirkjun, starfsfólki, stéttarfélögum og sveitarfélaginu,“ segir Barrios. Fram kemur í tilkynningu Rio Tinto að vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins. Vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins.Fréttin hefur verið uppfærð. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Rio Tinto skoðar nú hvort álverinu í Straumsvík (ISAL) verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. ISAL er að fullu í eigu Rio Tinto en hjá álverinu starfa um 500 manns. Haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Leitað verður leiða til að auka samkeppnishæfni álversins en í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Ljúka á endurskoðunarferlinu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ISAL en þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að „rekstur ISAL í krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sökum ósamkeppnishæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í sögulegu samhengi.“ Rio Tinto leiti nú allra leiða til að gera álverið arðbært og samkeppnishæft á alþjóðamörkuðum, meðal annars með samtali við íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að forsvarsmenn Rio Tinto hefðu fundað með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna erfiðleika í rekstrinum. Þannig væri það mat stjórnenda Rio Tinto að raforkusamningur sem gerður var við Landsvirkjun árið 2010 þrengdi svo að rekstrinum að ekki yrði við samninginn unað. Því hefði mikill þrýstingur verið settur á Landsvirkjun, og stjórnvöld, um að endurskoða samninginn í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmarkaði með ál. Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium, segir í tilkynningu fyrirtækisins að markvisst hafi verið unnið að því að bæta ISAL. „Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar. Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekstur ISAL fjárhagslega sjálfbæran á ný. Framlag ISAL til íslensks efnahagslífs er umtalsvert og við munum vinna náið með þeim sem eiga gagnkvæma hagsmuni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. ríkistjórn, Landsvirkjun, starfsfólki, stéttarfélögum og sveitarfélaginu,“ segir Barrios. Fram kemur í tilkynningu Rio Tinto að vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins. Vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30
Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53