Auðlind í eigu þjóðar? Arnar Snær Ágústsson skrifar 12. febrúar 2020 15:00 Hræðsla við að ræða kerfið? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. Í raun svo mikil viðbrögð að í fyrsta skipti í sögu Alþingis kaus ráðherra gegn skýrslubeiðni minnihlutans. Það er afar sjaldgæft að þingmenn greiði atkvæði gegn skýrslubeiðnum, enda eru þær í eðli sínu upplýsinga- og aðhaldstæki minnihlutans. Hver var tilgangurinn með þessari andstöðu? Er eitthvað sem ekki má koma fram eða má bara ekki ræða um fiskveiðistjórnunarkerfið? Núverandi sjávarútvegsráðherra svaraði þingmanni Viðreisnar á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þar benti ráðherra á að sjálfstæðismenn hefðu þegið sæti í þverpólitískri nefnd skipuð af forvera hans um gjaldtöku í sjávarútvegi. Síðan þá hefur reyndar lítið gerst. Því veltir maður fyrir sér hvers vegna sjálfstæðismenn hafa ekkert aðhafst, verandi með sjávarútvegsráðuneytið síðan 2017. Eru þeir hræddir við að ræða um gjaldtöku í sjávarútvegi? Er kerfið gott? Það er ekki annað en sanngjarnt að segja að almennt séð hafi fiskveiðistjórunarkerfið verið farsælt og skilað miklu inn í þjóðarbúið. En það er fjarri að segja að þetta kerfi sé gallalaust, það ýtir undir mikla samþjöppun og margar byggðir hafa verið skildar eftir í sárum vegna þess. Atburðir síðustu missera gefa líka tækifæri til að endurskoða gjaldtöku. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virðast reiðubúin að leita á önnur mið og kaupa fisk annars staðar á hærra verði en hér heima. Eru þau að gefa í skyn að íslenski fiskurinn sé verri söluvara? Endurspeglar þetta ekki frekar þörfina á að endurskoða gjaldtöku í sjávarútvegi á Íslandi? Hver er svo betri í að meta verðmæti sjávarafurða en sjávarútvegsfyrirtækin sjálf? Hvers vegna eru markaðslögmál ekki viðhöfð í sjávarútvegi eins og annars staðar í þjóðfélaginu? Hvers vegna ekki að leyfa fyrirtækjum i sjávarútvegi að bjóða í veiðiheimildir? Almenningur fengi þá sanngjarnt gjald af auðlindinni og sjávarútvegsfyrirtækin þyrftu ekki að kvíða því að handahófskenndar álögur stjórnmálamanna á greinina gætu keyrt þau í kaf. Núverandi kerfi virðist frekar verja sérhagsmuni heldur en almannahagsmuni þjóðarinnar. Það er jú þjóðin sem á auðlindina, ekki fyrirtæki í sjávarútvegi. Umræðan um lýðskrum Sjálfstæðisflokkurinn virðist skíðlogandi hræddur við opna umræðu um málaflokkinn. Fyrst hann berst gegn eðlilegu upplýsingaflæði og hrópar „lýðskrum“ við skýrslubeiðni minnihlutans. Nærtækara væri að horfa í eigin barm og athuga lýðskrumið sem felst í að sverta orðspor Mannréttindadómstóls Evrópu líkt og þau hafa keppst við að gera síðustu vikuna. Við sem kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að opinber kerfi séu skýr og gegnsæ. Gaslýsing og leikrit í sölum Alþingis er engum til framdráttar. Höfundur er gjaldkeri Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Hræðsla við að ræða kerfið? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. Í raun svo mikil viðbrögð að í fyrsta skipti í sögu Alþingis kaus ráðherra gegn skýrslubeiðni minnihlutans. Það er afar sjaldgæft að þingmenn greiði atkvæði gegn skýrslubeiðnum, enda eru þær í eðli sínu upplýsinga- og aðhaldstæki minnihlutans. Hver var tilgangurinn með þessari andstöðu? Er eitthvað sem ekki má koma fram eða má bara ekki ræða um fiskveiðistjórnunarkerfið? Núverandi sjávarútvegsráðherra svaraði þingmanni Viðreisnar á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þar benti ráðherra á að sjálfstæðismenn hefðu þegið sæti í þverpólitískri nefnd skipuð af forvera hans um gjaldtöku í sjávarútvegi. Síðan þá hefur reyndar lítið gerst. Því veltir maður fyrir sér hvers vegna sjálfstæðismenn hafa ekkert aðhafst, verandi með sjávarútvegsráðuneytið síðan 2017. Eru þeir hræddir við að ræða um gjaldtöku í sjávarútvegi? Er kerfið gott? Það er ekki annað en sanngjarnt að segja að almennt séð hafi fiskveiðistjórunarkerfið verið farsælt og skilað miklu inn í þjóðarbúið. En það er fjarri að segja að þetta kerfi sé gallalaust, það ýtir undir mikla samþjöppun og margar byggðir hafa verið skildar eftir í sárum vegna þess. Atburðir síðustu missera gefa líka tækifæri til að endurskoða gjaldtöku. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virðast reiðubúin að leita á önnur mið og kaupa fisk annars staðar á hærra verði en hér heima. Eru þau að gefa í skyn að íslenski fiskurinn sé verri söluvara? Endurspeglar þetta ekki frekar þörfina á að endurskoða gjaldtöku í sjávarútvegi á Íslandi? Hver er svo betri í að meta verðmæti sjávarafurða en sjávarútvegsfyrirtækin sjálf? Hvers vegna eru markaðslögmál ekki viðhöfð í sjávarútvegi eins og annars staðar í þjóðfélaginu? Hvers vegna ekki að leyfa fyrirtækjum i sjávarútvegi að bjóða í veiðiheimildir? Almenningur fengi þá sanngjarnt gjald af auðlindinni og sjávarútvegsfyrirtækin þyrftu ekki að kvíða því að handahófskenndar álögur stjórnmálamanna á greinina gætu keyrt þau í kaf. Núverandi kerfi virðist frekar verja sérhagsmuni heldur en almannahagsmuni þjóðarinnar. Það er jú þjóðin sem á auðlindina, ekki fyrirtæki í sjávarútvegi. Umræðan um lýðskrum Sjálfstæðisflokkurinn virðist skíðlogandi hræddur við opna umræðu um málaflokkinn. Fyrst hann berst gegn eðlilegu upplýsingaflæði og hrópar „lýðskrum“ við skýrslubeiðni minnihlutans. Nærtækara væri að horfa í eigin barm og athuga lýðskrumið sem felst í að sverta orðspor Mannréttindadómstóls Evrópu líkt og þau hafa keppst við að gera síðustu vikuna. Við sem kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að opinber kerfi séu skýr og gegnsæ. Gaslýsing og leikrit í sölum Alþingis er engum til framdráttar. Höfundur er gjaldkeri Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun