Landinn á Kanarí skemmti sér konunglega þó engir væru pungarnir né slátrið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 15:25 Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum þó enginn væri þorramaturinn. „Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36
Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21