Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 18:09 Það er mat dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Ása Ólafsdóttir sé hæfust umsækjenda. Vísir/Einar Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. Tvö embætti eru laus við réttinn og voru þau auglýst til umsóknar þann 20. desember síðastliðinn. Átta sóttu um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda. Þá er það niðurstaða nefndarinnar að næst komi þau Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir en þau starfa bæði sem héraðsdómarar. Þetta er í þriðja sinn sem Ástráður sækir um við réttinn.Sjá einnig: Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn „Þrjú þeirra standa þó öðrum framar, Ása Ólafsdóttir, sem nefndin telur hæfasta, en næst henni koma jafnsett Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir. Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ segir í umsögn nefndarinnar. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót en Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með endurröðun lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti þá aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi forseti Lagadeildar, var fékk stöðuna í það skiptið en hann hafði einnig sótt um áður. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson. Dómstólar Tengdar fréttir Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. Tvö embætti eru laus við réttinn og voru þau auglýst til umsóknar þann 20. desember síðastliðinn. Átta sóttu um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda. Þá er það niðurstaða nefndarinnar að næst komi þau Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir en þau starfa bæði sem héraðsdómarar. Þetta er í þriðja sinn sem Ástráður sækir um við réttinn.Sjá einnig: Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn „Þrjú þeirra standa þó öðrum framar, Ása Ólafsdóttir, sem nefndin telur hæfasta, en næst henni koma jafnsett Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir. Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ segir í umsögn nefndarinnar. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót en Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með endurröðun lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti þá aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi forseti Lagadeildar, var fékk stöðuna í það skiptið en hann hafði einnig sótt um áður. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Dómstólar Tengdar fréttir Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30
Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41
Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37