Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2020 22:15 Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Sogssvæði, staddur framan við Ljósafossstöð. Stöð 2/Einar Árnason. Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. Þótt virkjanabyggðin við Sogsvirkjanir sé núna horfin styðja stöðvarnar enn við sveitabyggðina í kring. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þær eru þrjár; Ljósafoss-, Írafoss- og Steingrímsstöð, byggðar á árunum 1935 til 1963. Sú elsta, Ljósafossstöð, er svo gömul að það kom í hlut Danakonungs að leggja hornstein að henni árið 1936. Ljósafossvirkjun hóf raforkuframleiðslu árið 1937 og var þá stærsta virkjun Íslands.Stöð 2/Einar Árnason. „Hún er keyrð á fullum afköstum alla daga, þessi virkjun,“ sagði Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Sogssvæði, staddur í vélasal Ljósafossvirkjunar. Samt sér varla á vélunum þótt komnar séu á níræðisaldur. „Það er allt upprunalegt; vatnspípurnar, vatnshjólin og túrbínurnar og allur þessi mekaníski búnaður.“ Séð yfir vélasal Ljósafossvirkjunar.Stöð 2/Einar Árnason. Áður en ný tækni fækkaði starfsfólki bjuggu á annað hundrað manns í virkjanasamfélagi við Sogið. Þórunn Oddsdóttir, sem bjó við Steingrímsstöð þar sem eiginmaður hennar starfaði sem vélfræðingur, segist hafa upplifað þennan tíma sem góðan. „Og börnin segja það: Það voru forréttindi að fá að alast upp í svona samfélagi,“ sagði Þórunn. Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi íbúi við Steingrímsstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Sextán manns starfa núna við Sogsvirkjanir. Ingólfur Örn Jónsson er meðal þeirra en hann og kona hans, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsness- og Grafningshrepps, reistu íbúðarhús í landi Bíldsfells, hæfilega stutt frá vinnustaðnum Írafossvirkjun. „Já, já. Það er mjög stutt fyrir mig að fara. Ég hef bæði gengið og hjólað þangað, - keyri nú oftast,“ sagði Ingólfur, sem er viðhaldsstjóri Sogsvirkjana. Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason. En hve lengi mun virkjun eins og Ljósafossstöð endast? „Þetta er búið að endast í 80 ár og þetta eru bara fyrstu 80 árin. Við eigum að geta látið þetta endast í árhundruð,“ svaraði Jóhann stöðvarstjóri. -Heldurðu að þær séu búnar að borga sig upp, þessar virkjanir? „Mörgum sinnum. Mörgum sinnum. Já, já, já. Þetta er bara gull fyrir þjóðarbúið að láta þetta mala hérna.“ Séð yfir Ljósafossvirkjun í átt að Írafossvirkjun. Grímsnes er vinstra megin en Grafningur hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason. Fjallað var um Sogsvirkjanir og mannlíf í Grafningi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsnes- og Grafningshreppur Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur. 14. febrúar 2020 21:15 Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli. 15. febrúar 2020 16:56 Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. 31. júlí 2019 11:28 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. Þótt virkjanabyggðin við Sogsvirkjanir sé núna horfin styðja stöðvarnar enn við sveitabyggðina í kring. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þær eru þrjár; Ljósafoss-, Írafoss- og Steingrímsstöð, byggðar á árunum 1935 til 1963. Sú elsta, Ljósafossstöð, er svo gömul að það kom í hlut Danakonungs að leggja hornstein að henni árið 1936. Ljósafossvirkjun hóf raforkuframleiðslu árið 1937 og var þá stærsta virkjun Íslands.Stöð 2/Einar Árnason. „Hún er keyrð á fullum afköstum alla daga, þessi virkjun,“ sagði Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Sogssvæði, staddur í vélasal Ljósafossvirkjunar. Samt sér varla á vélunum þótt komnar séu á níræðisaldur. „Það er allt upprunalegt; vatnspípurnar, vatnshjólin og túrbínurnar og allur þessi mekaníski búnaður.“ Séð yfir vélasal Ljósafossvirkjunar.Stöð 2/Einar Árnason. Áður en ný tækni fækkaði starfsfólki bjuggu á annað hundrað manns í virkjanasamfélagi við Sogið. Þórunn Oddsdóttir, sem bjó við Steingrímsstöð þar sem eiginmaður hennar starfaði sem vélfræðingur, segist hafa upplifað þennan tíma sem góðan. „Og börnin segja það: Það voru forréttindi að fá að alast upp í svona samfélagi,“ sagði Þórunn. Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi íbúi við Steingrímsstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Sextán manns starfa núna við Sogsvirkjanir. Ingólfur Örn Jónsson er meðal þeirra en hann og kona hans, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsness- og Grafningshrepps, reistu íbúðarhús í landi Bíldsfells, hæfilega stutt frá vinnustaðnum Írafossvirkjun. „Já, já. Það er mjög stutt fyrir mig að fara. Ég hef bæði gengið og hjólað þangað, - keyri nú oftast,“ sagði Ingólfur, sem er viðhaldsstjóri Sogsvirkjana. Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason. En hve lengi mun virkjun eins og Ljósafossstöð endast? „Þetta er búið að endast í 80 ár og þetta eru bara fyrstu 80 árin. Við eigum að geta látið þetta endast í árhundruð,“ svaraði Jóhann stöðvarstjóri. -Heldurðu að þær séu búnar að borga sig upp, þessar virkjanir? „Mörgum sinnum. Mörgum sinnum. Já, já, já. Þetta er bara gull fyrir þjóðarbúið að láta þetta mala hérna.“ Séð yfir Ljósafossvirkjun í átt að Írafossvirkjun. Grímsnes er vinstra megin en Grafningur hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason. Fjallað var um Sogsvirkjanir og mannlíf í Grafningi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsnes- og Grafningshreppur Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur. 14. febrúar 2020 21:15 Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli. 15. febrúar 2020 16:56 Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. 31. júlí 2019 11:28 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45
Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur. 14. febrúar 2020 21:15
Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli. 15. febrúar 2020 16:56
Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. 31. júlí 2019 11:28