Að takast á við mígreni í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 09:00 Það kannast margir við það að fá mígreniskast í vinnunni og reyna að þrauka út daginn. Vísir/Getty Það er á fárra færi að leggjast fyrir í vinnunni til að bíða eftir því að mígreni hverfi. Alltof margir kannast hins vegar við að fá mígreni í vinnu. En hvað er til ráða þegar ekki einu sinni hausverkjatöflurnar duga til? Dr. Merie Diamond hefur sérhæft sig í meðferðum við höfuðverkjum. Hún segir ekki alltaf auðvelt fyrir fólk að breyta aðstöðu í vinnunni til að forðast mígreni. Nefnir hún sem dæmi flúorljós eða ákveðin tegund af lykt. Þó sé það þess virði að reyna að draga úr þessum áhrifaþáttum eins og kostur er. Forðast sterk ljós ef hægt og ef ilmvatn eða rakspíri sessunautar er að hafa áhrif, er ekkert annað en að ræða það við viðkomandi. Þá eru lífstílsþættir sem skipta máli eins og nægur svefn og að fara að sofa á sama tíma alla vikuna. Borða reglulega og forðast það að verða svangur/svöng. Mikilvægt er að drekka nóg af vökva yfir daginn. Margir nefna fæðutegundir sem vert er að forðast. Þar má nefna súkkulaði, ost og áfengi. Ef/þegar þú færð mígreni í vinnunni er best að reyna að finna sér rólegan stað í 20-30 mínútur og reyna þannig að vera í sem mestu næði á meðan verkurinn stendur yfir. Sumir bregða á það ráð að fá sér kaffi. Diamond segir það duga stundum en þó aðeins í hófi. Að drekka of mikið kaffi getur kallað á hausverk. En því miður koma stundir þar sem mígrenikastið er slæmt og hverfur ekki. Þá er lítið annað að gera en að óska eftir leyfi fyrir því að fara heim. Í verstu tilvikum er mælt með því að þú fáir far heim eða takir strætó því of mikill verkur getur dregið úr hæfninni til að vera vel vakandi við akstur. Að segja frá eða ekki Nokkuð hefur verið skrifað um það á erlendum miðlum að fólk eigi erfitt með að segja frá mígreni í vinnu. Margir velji frekar þann kostinn að segja ekkert og reyna bara að þrauka út daginn. Diamond segir aðstæður auðvitað geta verið mismunandi hjá fólki en mælir með því að fólk segi frá. Best sé að láta vita snemma að mígreni eigi það til að gera vart við sig. Þannig sé hægt að láta vita af því fyrirfram að það gætu komið dagar þar sem óskað er eftir því að fara heim fyrr úr vinnu. Heilsa Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Það er á fárra færi að leggjast fyrir í vinnunni til að bíða eftir því að mígreni hverfi. Alltof margir kannast hins vegar við að fá mígreni í vinnu. En hvað er til ráða þegar ekki einu sinni hausverkjatöflurnar duga til? Dr. Merie Diamond hefur sérhæft sig í meðferðum við höfuðverkjum. Hún segir ekki alltaf auðvelt fyrir fólk að breyta aðstöðu í vinnunni til að forðast mígreni. Nefnir hún sem dæmi flúorljós eða ákveðin tegund af lykt. Þó sé það þess virði að reyna að draga úr þessum áhrifaþáttum eins og kostur er. Forðast sterk ljós ef hægt og ef ilmvatn eða rakspíri sessunautar er að hafa áhrif, er ekkert annað en að ræða það við viðkomandi. Þá eru lífstílsþættir sem skipta máli eins og nægur svefn og að fara að sofa á sama tíma alla vikuna. Borða reglulega og forðast það að verða svangur/svöng. Mikilvægt er að drekka nóg af vökva yfir daginn. Margir nefna fæðutegundir sem vert er að forðast. Þar má nefna súkkulaði, ost og áfengi. Ef/þegar þú færð mígreni í vinnunni er best að reyna að finna sér rólegan stað í 20-30 mínútur og reyna þannig að vera í sem mestu næði á meðan verkurinn stendur yfir. Sumir bregða á það ráð að fá sér kaffi. Diamond segir það duga stundum en þó aðeins í hófi. Að drekka of mikið kaffi getur kallað á hausverk. En því miður koma stundir þar sem mígrenikastið er slæmt og hverfur ekki. Þá er lítið annað að gera en að óska eftir leyfi fyrir því að fara heim. Í verstu tilvikum er mælt með því að þú fáir far heim eða takir strætó því of mikill verkur getur dregið úr hæfninni til að vera vel vakandi við akstur. Að segja frá eða ekki Nokkuð hefur verið skrifað um það á erlendum miðlum að fólk eigi erfitt með að segja frá mígreni í vinnu. Margir velji frekar þann kostinn að segja ekkert og reyna bara að þrauka út daginn. Diamond segir aðstæður auðvitað geta verið mismunandi hjá fólki en mælir með því að fólk segi frá. Best sé að láta vita snemma að mígreni eigi það til að gera vart við sig. Þannig sé hægt að láta vita af því fyrirfram að það gætu komið dagar þar sem óskað er eftir því að fara heim fyrr úr vinnu.
Heilsa Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00