„Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 16:34 Frá upphafi fundarins í dag. vísir/birgir Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni heldur því áfram. Á Facebook-síðu Eflingar segir að samninganefnd félagsins lýsi vonbrigðum með viðbrögð Reykjavíkurborgar við tilboði sem samninganefndin lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks.“ Í færslu Eflingar er tilboð félagsins rakið. Þar segir að í því hafi verið lagt til að greiða starfsfólki „sérstakt starfstengt leiðréttingarálag til viðurkenningar á faglegri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostnaði og fleiri þáttum sem félagsmenn hafa lagt áherslu á í viðræðunum.“ Yrðu upphæðir og forsendur álagsins ákvarðaðar út frá einstökum starfsheitum og vinnustöðum. Þá yrði álagið sérstök aukagreiðsla og kæmi þar með ekki inn í grunnlaun til útreiknings á yfirvinnu- og vaktaálögum. „Einnig var gert ráð fyrir uppbótum vegna sérgreiðslna frá fyrra samningstímabili sem borgin hefur krafist að falli út. Lagt var til að upphæðir nýrra álaga og uppbóta taki sambærilegum hækkunum og launataxtar á samningstímanum. Fallist var á tillögu borgarinnar um breytta launatöflu. Samninganefnd og starfsfólk Eflingar lögðu mikla vinnu í tillöguna og var hún lögð fram að höfðu samráði við trúnaðarmenn félagsins hjá borginni. Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks. Ótímabundið verkfall heldur áfram,“ segir á Facebook-síðu Eflingar.Verkfallið nær til rúmlega 1800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni. Þar á meðal eru ófaglærðir starfsmenn á leikskólum, sorphirðufólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og starfsfólk sem sinnir þrifum á leikskólum og í grunnskólum. Efling veitti undanþágur svo hægt væri að sinna viðkvæmustu þjónustunni en að öðru leyti hafa félagsmenn lagt niður störf. Áhrifa af verkfallinu gætir víða, ekki hvað síst í leikskólum borgarinnar þar sem loka hefur þurft heilu deildunum. Þá er áhrifa verkfallsins einnig farið að gæta í Réttarholtsskóla þar sem allir starfsmenn sem sjá um þrif eru í Eflingu. Vegna þess að ekki hefur verið þrifið í skólanum undanfarna daga fellur kennsla niður á morgun sem og á föstudag takist ekki samningar. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni heldur því áfram. Á Facebook-síðu Eflingar segir að samninganefnd félagsins lýsi vonbrigðum með viðbrögð Reykjavíkurborgar við tilboði sem samninganefndin lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks.“ Í færslu Eflingar er tilboð félagsins rakið. Þar segir að í því hafi verið lagt til að greiða starfsfólki „sérstakt starfstengt leiðréttingarálag til viðurkenningar á faglegri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostnaði og fleiri þáttum sem félagsmenn hafa lagt áherslu á í viðræðunum.“ Yrðu upphæðir og forsendur álagsins ákvarðaðar út frá einstökum starfsheitum og vinnustöðum. Þá yrði álagið sérstök aukagreiðsla og kæmi þar með ekki inn í grunnlaun til útreiknings á yfirvinnu- og vaktaálögum. „Einnig var gert ráð fyrir uppbótum vegna sérgreiðslna frá fyrra samningstímabili sem borgin hefur krafist að falli út. Lagt var til að upphæðir nýrra álaga og uppbóta taki sambærilegum hækkunum og launataxtar á samningstímanum. Fallist var á tillögu borgarinnar um breytta launatöflu. Samninganefnd og starfsfólk Eflingar lögðu mikla vinnu í tillöguna og var hún lögð fram að höfðu samráði við trúnaðarmenn félagsins hjá borginni. Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks. Ótímabundið verkfall heldur áfram,“ segir á Facebook-síðu Eflingar.Verkfallið nær til rúmlega 1800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni. Þar á meðal eru ófaglærðir starfsmenn á leikskólum, sorphirðufólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og starfsfólk sem sinnir þrifum á leikskólum og í grunnskólum. Efling veitti undanþágur svo hægt væri að sinna viðkvæmustu þjónustunni en að öðru leyti hafa félagsmenn lagt niður störf. Áhrifa af verkfallinu gætir víða, ekki hvað síst í leikskólum borgarinnar þar sem loka hefur þurft heilu deildunum. Þá er áhrifa verkfallsins einnig farið að gæta í Réttarholtsskóla þar sem allir starfsmenn sem sjá um þrif eru í Eflingu. Vegna þess að ekki hefur verið þrifið í skólanum undanfarna daga fellur kennsla niður á morgun sem og á föstudag takist ekki samningar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45
„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47