Klofin þjóð í óvissu Þórir Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2020 11:00 Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Brexit England Norður-Írland Skotland Þórir Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun