Sögu landabruggs verða gerð skil í bruggsmiðju á Borgarfirði eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2020 22:06 Auður Vala Gunnarsdóttir, eigandi Blábjarga á Borgarfirði eystri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. Fjallað var um verkefnið í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að því að efla byggð á Borgarfirði eystri virðist hugamyndaflugi hjónanna sem keyptu gömlu Kaupfélagsbyggingarnar engin takmörk sett. Þau Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir byrjuðu á því að breyta frystihúsinu, sem staðið hafði ónotað í tuttugu ár, í gistihúsið Blábjörg með matsölustað, bar og baðhúsi. Þegar Auður Vala er spurð hvort það sé einhver bíssniss í þessu svarar hún ákveðið: „Já“. Starfsemin hafi vaxið jafnt og þétt enda sé margt á Borgarfirði sem fólk sæki í. Gömlu Kaupfélagsbyggingarnar standa við gömlu bryggjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En svo kom næsta áskorun; að finna elsta húsinu, sjálfu Kaupfélaginu, nýtt hlutverk. Það var reist árið 1896 og á sér merkilega verslunarsögu. „Það er ekkert hús sem á sér eins langa samfellda verslunarsögu, eins og þetta Kaupfélag, á Íslandi,“ segir Auður Vala. Markmiðið er að koma húsinu í upprunalegt horf. En ekki bara til að halda verslunarsögunni á lofti. Verslunarhús Kaupfélagsins var byggt árið 1896.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef mikinn áhuga á landa og sögu landans hér á Austurlandi, sem hefur verið mjög sterk, og sérstaklega í þessu bæjarfélagi. Þannig að í framtíðinni..“ -Bíddu, landans? Landabruggs? „Já.“ -Ætlarðu að fara að brugga hérna ólöglega? „Já, ég ætla að gera það,“ svarar Auður án þessa að hika. „Þannig að við erum að vinna í því núna að setja upp sem sagt sögu landans og setja upp svona litla bruggsmiðju. Þannig að já, - ásamt ýmsu öðru,“ segir hún og hlær. „Ég veit ekki hvort ég má segja þetta einu sinni,“ bætir hún við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áfengi og tóbak Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. Fjallað var um verkefnið í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að því að efla byggð á Borgarfirði eystri virðist hugamyndaflugi hjónanna sem keyptu gömlu Kaupfélagsbyggingarnar engin takmörk sett. Þau Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir byrjuðu á því að breyta frystihúsinu, sem staðið hafði ónotað í tuttugu ár, í gistihúsið Blábjörg með matsölustað, bar og baðhúsi. Þegar Auður Vala er spurð hvort það sé einhver bíssniss í þessu svarar hún ákveðið: „Já“. Starfsemin hafi vaxið jafnt og þétt enda sé margt á Borgarfirði sem fólk sæki í. Gömlu Kaupfélagsbyggingarnar standa við gömlu bryggjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En svo kom næsta áskorun; að finna elsta húsinu, sjálfu Kaupfélaginu, nýtt hlutverk. Það var reist árið 1896 og á sér merkilega verslunarsögu. „Það er ekkert hús sem á sér eins langa samfellda verslunarsögu, eins og þetta Kaupfélag, á Íslandi,“ segir Auður Vala. Markmiðið er að koma húsinu í upprunalegt horf. En ekki bara til að halda verslunarsögunni á lofti. Verslunarhús Kaupfélagsins var byggt árið 1896.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef mikinn áhuga á landa og sögu landans hér á Austurlandi, sem hefur verið mjög sterk, og sérstaklega í þessu bæjarfélagi. Þannig að í framtíðinni..“ -Bíddu, landans? Landabruggs? „Já.“ -Ætlarðu að fara að brugga hérna ólöglega? „Já, ég ætla að gera það,“ svarar Auður án þessa að hika. „Þannig að við erum að vinna í því núna að setja upp sem sagt sögu landans og setja upp svona litla bruggsmiðju. Þannig að já, - ásamt ýmsu öðru,“ segir hún og hlær. „Ég veit ekki hvort ég má segja þetta einu sinni,“ bætir hún við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áfengi og tóbak Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17
Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45