Fagnaði sigri í Super Bowl með sérstökum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Derrick Nnadi fagnar sigri í Super Bowl en hann varð þá í fyrsta sinn meistari á ferlinum. Getty/ Elsa Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum. NFL Ofurskálin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sjá meira
Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum.
NFL Ofurskálin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sjá meira