Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 15:15 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með skipin Geysi og Sögu frá Namibíu.Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið hafi ákveðið að fara með skipin úr landi því skipin séu kvótalaus. Hann segir að fyrirtækið hafi staðið vel að ákvörðuninni og fengið tilskilin leyfi til að fara með skipin. Áhöfn Geysis er nú við veiðar við Máritaníu en Saga er í slipp. Björgólfur segir að undanfarna mánuði hafi Samherji verið að vinna að því að hætta starfsemi í Namibíu og koma eignunum í annarra hendur. „Við höfum náttúrulega verið að vinna að lausn á eignum í Namibíu, þessum skipum og höfum verið að vinna að því að koma þeim í leigu eða sölu og það er mikilvægt að skipin séu í „action“ þegar slík vinna er í gangi. Þar sem tækifæri gafst í Máritaníu þá ákváðum við að fara þangað og það er að hluta til áhöfn frá Namibíu á skipinu og verður þar við veiðar í Máritaníu en skipið hefði bara legið í Namibíu verkefnalaust ef við hefðum ekki farið í þetta verkefni.“Ríkisútvarpið hefur greint frá því að sjómenn á Sögu hafi áhyggjur af stöðu sinni í ljósi þess að skipið sé farið. Er vitað hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þá?„Það er náttúrulega ljóst að sjómenn sem hafa verið á þessum skipum eru í ákveðinni upplausn. Það er ljóst að skipverjar til dæmis á Heinaste eru ekki við vinnu þar sem skipið hefur verið stoppað af í Namibíu. Sjómenn á hinum skipunum hefðu svo sem ekkert haft neina vinnu frekar þar sem ekki var kvóti á skipunum,“ segir Björgólfur. Togarar við strönd Namibíu. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.Vísir/getty Á næstunni muni skýrast hvaða ákvörðun verður tekin. „Hvað við gerum við þessar áhafnir, hvort við þurfum að fara í uppsagnir eða hvort við þurfum að fara einhverjar aðrar leiðir. Það er alveg ljóst að allt þetta sem hefur verið að gerast er að hafa mikil áhrif á þessa starfsmenn okkar. Við þurfum auðvitað að bregðast við því ef við höfum ekki kvóta til að vinna á skipunum þá er það sjálfgefið að menn missa vinnuna.“ Í morgun var haldinn fundur með skipverjunum og verkalýðshreyfingunni þar sem reynt var að útskýra stöðuna sem komin er upp. „Þeir hafa kannski ekki áttað sig á því að skipin voru ekki að fá möguleika á að kaupa veiðiheimildir þannig að við vorum svona að skýra bara stöðuna fyrir þeim og hvað gæti verið framundan. Það er vissulega töluvert mikil óvissa hjá þeim, sem er auðvitað aldrei gott. Það jákvæða í þessu þó er að þetta eru allavega stöður sem þeir horfa töluvert mikið til og hefur verið greitt vel fyrir á namibískan mælikvarða. Þannig að þetta er svolítið högg fyrir alla og við verðum að reyna að vinna eins vel úr þessu og mögulegt er fyrir þessa starfsmenn.“ Namibískir miðlar hafa eftir Paulus Noa, yfirmanni spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, að lögreglan hefði ráðlagt stjórnvöldum í Namibíu að leyfa ekki fleiri skipum sem gætu tengst Samherjaskjölunum að yfirgefa landið nema að lögreglan yrði látin vita fyrst. Inntur eftir viðbrögðum við orðum Noa segir Björgólfur að Noa hafi verið fremur óljós í sínum málflutningi. „Ég veit ekki hvað hann var að velta fyrir sér með skipin sem slík, hvort hann ætlaði að fara að haldsetja þau fyrir einhver atriði í sínum málarekstri, en mér fannst það allavega nokkuð óljóst sem hann var að velta fyrir sér. Hvort hann vildi haldsetja eignir eða hvað en skipin sigldu út úr Namibíu með öllum leyfum sem til þarf og það er auðvitað okkar markmið að vinna að lausn þessara mála í samvinnu við yfirvöld og í samræmi við öll lög sem þar gilda þannig að það kom mér aðeins á óvart hvernig hann orðaði þetta í gær en það skýrist vonandi,“ segir Björgólfur. Hann bindur vonir við að skipstjóri Heinaste fái vegabréfið sitt á morgun. „Það er náttúrulega bara verk að vinna og ljóst að það er svolítil óvissa ennþá í málunum. Við erum auðvitað með skipstjóra þarna niður frá sem hefur ekki fengið vegabréfið sitt en vonandi fær hann það á morgun. Síðan er þá spurningin hvað gerist með skipið Heinaste. Þetta er bara eins og ég segi, nokkuð sem við þurfum að vinna úr og getum ekki gert það í gegnum fjölmiðla. Við verðum að vinna okkar heimavinnu og vera í sambandi við heimamenn um lausn mála því þetta skiptir náttúrulega töluvert miklu máli fyrir samfélagið í Namibíu að það séu veiðar og að fólk hafi vinnu.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Annar Samherjatogari sagður hafa yfirgefið Namibíu Geysir, einn af togurum Samherja sem veitt hefur við strendur Namibíu, er sagður hafa yfirgefið Namibíu, án þess að áhöfn skipsins hafi fengið skýringar. 3. febrúar 2020 11:30 Vilja ekki að Samherjaskip yfirgefi Namibíu án þess að lögregla viti af því Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. 3. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með skipin Geysi og Sögu frá Namibíu.Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið hafi ákveðið að fara með skipin úr landi því skipin séu kvótalaus. Hann segir að fyrirtækið hafi staðið vel að ákvörðuninni og fengið tilskilin leyfi til að fara með skipin. Áhöfn Geysis er nú við veiðar við Máritaníu en Saga er í slipp. Björgólfur segir að undanfarna mánuði hafi Samherji verið að vinna að því að hætta starfsemi í Namibíu og koma eignunum í annarra hendur. „Við höfum náttúrulega verið að vinna að lausn á eignum í Namibíu, þessum skipum og höfum verið að vinna að því að koma þeim í leigu eða sölu og það er mikilvægt að skipin séu í „action“ þegar slík vinna er í gangi. Þar sem tækifæri gafst í Máritaníu þá ákváðum við að fara þangað og það er að hluta til áhöfn frá Namibíu á skipinu og verður þar við veiðar í Máritaníu en skipið hefði bara legið í Namibíu verkefnalaust ef við hefðum ekki farið í þetta verkefni.“Ríkisútvarpið hefur greint frá því að sjómenn á Sögu hafi áhyggjur af stöðu sinni í ljósi þess að skipið sé farið. Er vitað hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þá?„Það er náttúrulega ljóst að sjómenn sem hafa verið á þessum skipum eru í ákveðinni upplausn. Það er ljóst að skipverjar til dæmis á Heinaste eru ekki við vinnu þar sem skipið hefur verið stoppað af í Namibíu. Sjómenn á hinum skipunum hefðu svo sem ekkert haft neina vinnu frekar þar sem ekki var kvóti á skipunum,“ segir Björgólfur. Togarar við strönd Namibíu. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.Vísir/getty Á næstunni muni skýrast hvaða ákvörðun verður tekin. „Hvað við gerum við þessar áhafnir, hvort við þurfum að fara í uppsagnir eða hvort við þurfum að fara einhverjar aðrar leiðir. Það er alveg ljóst að allt þetta sem hefur verið að gerast er að hafa mikil áhrif á þessa starfsmenn okkar. Við þurfum auðvitað að bregðast við því ef við höfum ekki kvóta til að vinna á skipunum þá er það sjálfgefið að menn missa vinnuna.“ Í morgun var haldinn fundur með skipverjunum og verkalýðshreyfingunni þar sem reynt var að útskýra stöðuna sem komin er upp. „Þeir hafa kannski ekki áttað sig á því að skipin voru ekki að fá möguleika á að kaupa veiðiheimildir þannig að við vorum svona að skýra bara stöðuna fyrir þeim og hvað gæti verið framundan. Það er vissulega töluvert mikil óvissa hjá þeim, sem er auðvitað aldrei gott. Það jákvæða í þessu þó er að þetta eru allavega stöður sem þeir horfa töluvert mikið til og hefur verið greitt vel fyrir á namibískan mælikvarða. Þannig að þetta er svolítið högg fyrir alla og við verðum að reyna að vinna eins vel úr þessu og mögulegt er fyrir þessa starfsmenn.“ Namibískir miðlar hafa eftir Paulus Noa, yfirmanni spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, að lögreglan hefði ráðlagt stjórnvöldum í Namibíu að leyfa ekki fleiri skipum sem gætu tengst Samherjaskjölunum að yfirgefa landið nema að lögreglan yrði látin vita fyrst. Inntur eftir viðbrögðum við orðum Noa segir Björgólfur að Noa hafi verið fremur óljós í sínum málflutningi. „Ég veit ekki hvað hann var að velta fyrir sér með skipin sem slík, hvort hann ætlaði að fara að haldsetja þau fyrir einhver atriði í sínum málarekstri, en mér fannst það allavega nokkuð óljóst sem hann var að velta fyrir sér. Hvort hann vildi haldsetja eignir eða hvað en skipin sigldu út úr Namibíu með öllum leyfum sem til þarf og það er auðvitað okkar markmið að vinna að lausn þessara mála í samvinnu við yfirvöld og í samræmi við öll lög sem þar gilda þannig að það kom mér aðeins á óvart hvernig hann orðaði þetta í gær en það skýrist vonandi,“ segir Björgólfur. Hann bindur vonir við að skipstjóri Heinaste fái vegabréfið sitt á morgun. „Það er náttúrulega bara verk að vinna og ljóst að það er svolítil óvissa ennþá í málunum. Við erum auðvitað með skipstjóra þarna niður frá sem hefur ekki fengið vegabréfið sitt en vonandi fær hann það á morgun. Síðan er þá spurningin hvað gerist með skipið Heinaste. Þetta er bara eins og ég segi, nokkuð sem við þurfum að vinna úr og getum ekki gert það í gegnum fjölmiðla. Við verðum að vinna okkar heimavinnu og vera í sambandi við heimamenn um lausn mála því þetta skiptir náttúrulega töluvert miklu máli fyrir samfélagið í Namibíu að það séu veiðar og að fólk hafi vinnu.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Annar Samherjatogari sagður hafa yfirgefið Namibíu Geysir, einn af togurum Samherja sem veitt hefur við strendur Namibíu, er sagður hafa yfirgefið Namibíu, án þess að áhöfn skipsins hafi fengið skýringar. 3. febrúar 2020 11:30 Vilja ekki að Samherjaskip yfirgefi Namibíu án þess að lögregla viti af því Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. 3. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30
Annar Samherjatogari sagður hafa yfirgefið Namibíu Geysir, einn af togurum Samherja sem veitt hefur við strendur Namibíu, er sagður hafa yfirgefið Namibíu, án þess að áhöfn skipsins hafi fengið skýringar. 3. febrúar 2020 11:30
Vilja ekki að Samherjaskip yfirgefi Namibíu án þess að lögregla viti af því Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. 3. febrúar 2020 09:45