Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2020 14:45 Stefán Úlfarsson leggur áherslu á að fjölskyldan vilji leggja sitt af mörkum. Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. Fjölskylduföðurnum finnst tilmælin heldur harkaleg í ljósi þess að ekkert sé gert varðandi aðra ferðamenn sem hingað komi til lands frá Kína. Fjölskyldan vilji auðvitað leggja sitt af mörkum en hjákátlegt sé að aðgerðirnar beinist aðeins gegn hluta fólks. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í gær var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Sóttvarnarlæknir segir aftur á móti ekkert hægt að bregðast við gagnvart kínverskum ferðamönnum sem ætla má að sé umtalsvert fjölmennari hópur. Tilkynnti fjölskylduna til Landlæknis Stefán Úlfarsson, eiginkona hans sem er kínversk og dóttir þeirra eru á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína á mánudaginn. Kínversku áramótin eru nýyfirstaðin en Wuhan-kórónaveiran kom upp á meðan þau voru ytra. Mælst er til þess að Íslendingar sem ferðast hafi til Kína fari í 14 daga sóttkví þegar heim er komið. Það þurfa Kínverskir ferðamenn hins vegar ekki að gera.Vísir/Vilhelm Stefán og fjölskylda áttu flug heim með SAS síðastliðinn laugardag. Flugið var fellt niður eins og fleiri frá Kína. Ákvað Stefán að fylgja leiðbeiningum hjá sendiráði Íslands í Kína og utanríkisráðuneytinu þar sem fólki var boðið að setja sig á lista hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Þannig væru yfirvöld meðvituð um Íslendinga erlendis sem ættu mögulega í vandræðum að komast til síns heima. Þaðan var honum beint inn á vef Landlæknis þar sem fólk var beðið um að setja sig í samband við Landlækni þegar það kæmi heim. Landlæknir myndi veita ráð um hvernig fólk ætti að haga sér. Fyrstu skilaboð að hafa engar áhyggjur Fjölskyldan fékk flug frá Kína með Air China í staðinn á sunnudaginn og þaðan til Íslands á mánudeginum. „Eftir að við komum til Íslands setti ég mig í samband við Landlækni eins og beðið var um. Þar var mér bent á að hafa samband við heilsugæsluna og læknavaktina. Þar fékk ég þær upplýsingar að við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Stefán. „Ég mætti fara í vinnuna, dóttirin til tannlæknis, við út að labba og fara í sund. Við ættum bara að gæta hreinlætis og fylgjast vel með heilsunni.“ Frá vinnustöðvun heilbrigðisstarfsfólks í Hong Kong.Vísir/EPA Um skammgóðan vermi var að ræða. Síðar sama dag fengu þau tölvupóst frá sóttvarnalækni þess efnis að verið væri að uppfæra allar ráðleggingar. Þær sem þau hefðu fengið væru úreltar. Nú var óskað eftir því að fjölskyldan héldi sig heima í fjórtán daga. Stefán hafði bókað sig í vinnu, meldað sig á fundi en ekkert yrði af því. „Ég viðurkenni að það hvarflaði að mér að hundsa þessi skilaboð sem komu ofan í það sem við fengum fyrst. Ég ákvað samt að gera það ekki,“ segir Stefán. Hann fór að skoða hvernig þau ættu að bera sig að við innilokunina. Hlaupa í burtu ef einhver nálgast Stefán segist ekki hafa vitað almennilega hvernig þau ættu að bera sig að. Fulltrúi hjá Landlækni hafi verið fyrir svörum. „Ég spurði hvort við mættum fara út að labba og svarið var - helst ekki. Sem er dálítið rosalegt fyrir stelpuna að geta ekki farið út í tvær vikur. Ég skildi fulltrúann þannig að það væri eitthvað svigrúm til að meta þetta. Við gætum farið út í garð og á svæði þar sem væri ekkert fólk. En ef einhver nálgaðist okkur ættum við að hlaupa í burtu,“ segir Stefán. Engin smit hafa greinst hér á landi enn sem komið er.Vísir/Egill Þá ættu matarinnkaup að fara fram á netinu. Þótt Stefán sé meðvitaður um alvarleika Wuhan-kórónaveirunnar og mikilvægi þess að fara að öllu með gát viðurkennir hann að vera svolítið reiður yfir framkvæmdinni. Vildi að aðstæður þeirra yrðu metnar Í fyrsta lagi finnist honum tilmælin vera fullharkaleg. Hann hafi sett sig í samband við heilbrigðisyfirvöld fyrir komuna til landsins í þeim tilgangi að aðstæður þeirra yrðu skoðaðar. „Ég óskaði eftir því að þau myndu ræða við okkur og grafast fyrir um okkar aðstæður á meðan við værum þarna úti. Setja saman plan sem tæki tillit til þeirrar áhættu sem stafar af okkur.“ Hann vísar til tilmæla Alþjóðaheilbrigðisstofnunar þess efnis að aðgerðir gagnvart almenningi byggi ekki á hysteríu eða hræðslu heldur séu byggð á gögnum um raunverulegar aðstæður. Langstærstur hluti sýkinga í Kína hafi komið upp á svæði sem sé langt frá Peking þar sem fjölskyldan dvaldi. „Ég óskaði eftir því að þetta yrði skoðað en það var tekið mjög þungt í það. Ég fékk þau skilaboð að alveg sama hvaða upplýsingar ég gæti látið þeim í té þá myndi það ekki nægja til að létta neinum áhyggjum af þeim. Það situr svolítið í mér.“ Fullar flugvélar frá Kína Í öðru lagi er Stefán eins og fleiri hugsi yfir því að aðgerðunum virðist að langmestu leyti eða eingöngu beint að Íslendingum. „Ég veit auðvitað ekki allt en mér sýndist á ferðalaginu okkar frá Peking heilu flugvélafarmarnir fljúga með ferðafólk frá Kína og austur Asíu. Eins og í Svíþjóð þar sem við millilentum, þar var enginn viðbúnaður. Fólk labbar í gegnum vegabréfseftirlit og inn í landið. Svo er það frjálst ferða sinna,“ segir Stefán. Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins hér á landi á hvorki að gera sér leið á heilsugæsluna né bráðamóttökuna. Rétt er að hringja og fá ráðleggingar.Vísir/Vilhelm Annað sé uppi á teningnum í tilfelli örfárra Íslendinga sem koma frá Kína. „Maður hefur það svona á tilfinningunni að það sé verið að setja kannski eina til tíu fjölskyldur í svona straff á meðan það eru hérna mun fleiri ferðamenn sem fá að valsa um.“ Ósáttur en bíður svara Stefán segir fjölskylduna vilja leggja sitt af mörkum til að takmarka útbreiðsluna. En það sé sannarlega ekki gott fyrir móralinn að aðeins sumir séu látnir í þessa skerðingu. „Það er hjákátlegt ef við erum þrjú sem lendum í svona straffi á meðan það eru tíu sinnum fleiri sem valsa um. Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi eitthvað að segja að leggja þetta á sig,“ segir Stefán hugsi. „Það bullar í mér svolítil reiði en ég vil ekki láta hana ná valdi á mér. Ég ætla að reyna að skilja þetta betur. Ef ég er enn ósáttur eftir að þetta er yfirstaðið þá sé ég til hvað maður gerir. Hvernig maður tjáir óánægju sína.“ Segir erfitt að eiga við kínverska ferðamenn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir benti á það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sé ráðlagt að vera fjórtán daga í sóttkví þar sem smitberi geti smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands? „Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim „Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma? „Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Hér má nálgast leiðbeiningar Landlæknis til fólks í sóttkví. Uppfært klukkan 16:40 með leiðbeiningum Landlæknis til fólks í sóttkví. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 6. febrúar 2020 11:58 Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. Fjölskylduföðurnum finnst tilmælin heldur harkaleg í ljósi þess að ekkert sé gert varðandi aðra ferðamenn sem hingað komi til lands frá Kína. Fjölskyldan vilji auðvitað leggja sitt af mörkum en hjákátlegt sé að aðgerðirnar beinist aðeins gegn hluta fólks. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í gær var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Sóttvarnarlæknir segir aftur á móti ekkert hægt að bregðast við gagnvart kínverskum ferðamönnum sem ætla má að sé umtalsvert fjölmennari hópur. Tilkynnti fjölskylduna til Landlæknis Stefán Úlfarsson, eiginkona hans sem er kínversk og dóttir þeirra eru á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína á mánudaginn. Kínversku áramótin eru nýyfirstaðin en Wuhan-kórónaveiran kom upp á meðan þau voru ytra. Mælst er til þess að Íslendingar sem ferðast hafi til Kína fari í 14 daga sóttkví þegar heim er komið. Það þurfa Kínverskir ferðamenn hins vegar ekki að gera.Vísir/Vilhelm Stefán og fjölskylda áttu flug heim með SAS síðastliðinn laugardag. Flugið var fellt niður eins og fleiri frá Kína. Ákvað Stefán að fylgja leiðbeiningum hjá sendiráði Íslands í Kína og utanríkisráðuneytinu þar sem fólki var boðið að setja sig á lista hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Þannig væru yfirvöld meðvituð um Íslendinga erlendis sem ættu mögulega í vandræðum að komast til síns heima. Þaðan var honum beint inn á vef Landlæknis þar sem fólk var beðið um að setja sig í samband við Landlækni þegar það kæmi heim. Landlæknir myndi veita ráð um hvernig fólk ætti að haga sér. Fyrstu skilaboð að hafa engar áhyggjur Fjölskyldan fékk flug frá Kína með Air China í staðinn á sunnudaginn og þaðan til Íslands á mánudeginum. „Eftir að við komum til Íslands setti ég mig í samband við Landlækni eins og beðið var um. Þar var mér bent á að hafa samband við heilsugæsluna og læknavaktina. Þar fékk ég þær upplýsingar að við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Stefán. „Ég mætti fara í vinnuna, dóttirin til tannlæknis, við út að labba og fara í sund. Við ættum bara að gæta hreinlætis og fylgjast vel með heilsunni.“ Frá vinnustöðvun heilbrigðisstarfsfólks í Hong Kong.Vísir/EPA Um skammgóðan vermi var að ræða. Síðar sama dag fengu þau tölvupóst frá sóttvarnalækni þess efnis að verið væri að uppfæra allar ráðleggingar. Þær sem þau hefðu fengið væru úreltar. Nú var óskað eftir því að fjölskyldan héldi sig heima í fjórtán daga. Stefán hafði bókað sig í vinnu, meldað sig á fundi en ekkert yrði af því. „Ég viðurkenni að það hvarflaði að mér að hundsa þessi skilaboð sem komu ofan í það sem við fengum fyrst. Ég ákvað samt að gera það ekki,“ segir Stefán. Hann fór að skoða hvernig þau ættu að bera sig að við innilokunina. Hlaupa í burtu ef einhver nálgast Stefán segist ekki hafa vitað almennilega hvernig þau ættu að bera sig að. Fulltrúi hjá Landlækni hafi verið fyrir svörum. „Ég spurði hvort við mættum fara út að labba og svarið var - helst ekki. Sem er dálítið rosalegt fyrir stelpuna að geta ekki farið út í tvær vikur. Ég skildi fulltrúann þannig að það væri eitthvað svigrúm til að meta þetta. Við gætum farið út í garð og á svæði þar sem væri ekkert fólk. En ef einhver nálgaðist okkur ættum við að hlaupa í burtu,“ segir Stefán. Engin smit hafa greinst hér á landi enn sem komið er.Vísir/Egill Þá ættu matarinnkaup að fara fram á netinu. Þótt Stefán sé meðvitaður um alvarleika Wuhan-kórónaveirunnar og mikilvægi þess að fara að öllu með gát viðurkennir hann að vera svolítið reiður yfir framkvæmdinni. Vildi að aðstæður þeirra yrðu metnar Í fyrsta lagi finnist honum tilmælin vera fullharkaleg. Hann hafi sett sig í samband við heilbrigðisyfirvöld fyrir komuna til landsins í þeim tilgangi að aðstæður þeirra yrðu skoðaðar. „Ég óskaði eftir því að þau myndu ræða við okkur og grafast fyrir um okkar aðstæður á meðan við værum þarna úti. Setja saman plan sem tæki tillit til þeirrar áhættu sem stafar af okkur.“ Hann vísar til tilmæla Alþjóðaheilbrigðisstofnunar þess efnis að aðgerðir gagnvart almenningi byggi ekki á hysteríu eða hræðslu heldur séu byggð á gögnum um raunverulegar aðstæður. Langstærstur hluti sýkinga í Kína hafi komið upp á svæði sem sé langt frá Peking þar sem fjölskyldan dvaldi. „Ég óskaði eftir því að þetta yrði skoðað en það var tekið mjög þungt í það. Ég fékk þau skilaboð að alveg sama hvaða upplýsingar ég gæti látið þeim í té þá myndi það ekki nægja til að létta neinum áhyggjum af þeim. Það situr svolítið í mér.“ Fullar flugvélar frá Kína Í öðru lagi er Stefán eins og fleiri hugsi yfir því að aðgerðunum virðist að langmestu leyti eða eingöngu beint að Íslendingum. „Ég veit auðvitað ekki allt en mér sýndist á ferðalaginu okkar frá Peking heilu flugvélafarmarnir fljúga með ferðafólk frá Kína og austur Asíu. Eins og í Svíþjóð þar sem við millilentum, þar var enginn viðbúnaður. Fólk labbar í gegnum vegabréfseftirlit og inn í landið. Svo er það frjálst ferða sinna,“ segir Stefán. Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins hér á landi á hvorki að gera sér leið á heilsugæsluna né bráðamóttökuna. Rétt er að hringja og fá ráðleggingar.Vísir/Vilhelm Annað sé uppi á teningnum í tilfelli örfárra Íslendinga sem koma frá Kína. „Maður hefur það svona á tilfinningunni að það sé verið að setja kannski eina til tíu fjölskyldur í svona straff á meðan það eru hérna mun fleiri ferðamenn sem fá að valsa um.“ Ósáttur en bíður svara Stefán segir fjölskylduna vilja leggja sitt af mörkum til að takmarka útbreiðsluna. En það sé sannarlega ekki gott fyrir móralinn að aðeins sumir séu látnir í þessa skerðingu. „Það er hjákátlegt ef við erum þrjú sem lendum í svona straffi á meðan það eru tíu sinnum fleiri sem valsa um. Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi eitthvað að segja að leggja þetta á sig,“ segir Stefán hugsi. „Það bullar í mér svolítil reiði en ég vil ekki láta hana ná valdi á mér. Ég ætla að reyna að skilja þetta betur. Ef ég er enn ósáttur eftir að þetta er yfirstaðið þá sé ég til hvað maður gerir. Hvernig maður tjáir óánægju sína.“ Segir erfitt að eiga við kínverska ferðamenn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir benti á það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sé ráðlagt að vera fjórtán daga í sóttkví þar sem smitberi geti smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands? „Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim „Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma? „Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Hér má nálgast leiðbeiningar Landlæknis til fólks í sóttkví. Uppfært klukkan 16:40 með leiðbeiningum Landlæknis til fólks í sóttkví.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 6. febrúar 2020 11:58 Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28
Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15
Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 6. febrúar 2020 11:58
Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57