Líkamsbeiting við vinnu Gunnhildur Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:00 Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun