„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 13:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44